mánudagur, janúar 05, 2009

Dagur 307 ár 4 (dagur 1767, færzla nr. 751):

Þá ætla ég að líta aðeins á hvernig mér gekk að spá fyrir um framtíðina um síðustu áramót:

Ríkið gerir eitthvað asnalegt sem bitnar á allri þjóðinni,

Já. En þetta var auðvitað gefið.

en að vanda fagna 25% þjóðarinnar.

Engin merkjanleg fagnaðarlæti, en 75% þjóðarinnar virðast vera að mótmæla einhverju.

Svona um það bil 10% af því sem klúðrast endar í fjölmiðlum, en ekkert verður gert í því.

Merkilegt nokk, þá virðist þetta vera rétt líka.


Femínistar segja eitthvað afar talíbanalegt.


Auðvitað - sérstaklega femínistar í VG. Var það samt ekki í ár sem Kolla þarna vildi hætta að dubba krakka upp í bleikt eða blátt eftir kyni? Eða var það í fyrra?


Það verður verðbólga upp á svona 7%.


Bjartsýns spá það. Hún er vel yfir 14%, og fer hækkandi.

Það verður sett sölumet á einhverju. Einhverju tilgangslausu.

Grand theft auto 4 seldist í 2000 eintökum. 98% aukning á sölu Toyota. 4000 tonn af lýsi flutt út.

Og nú að því minna líklegu:

Það mun koma eldgos. Ég er alltaf að spá því, svo það hlýtur að rætast svona fimmta hvert skifti, að jafnaði.

Nei, en það varð jarðskjálfti.

Árekstur loftsteinsins og Mars verður afskaplega flott sjó.

Gerist bara næst.

Húsnæðisverð mun lækka að raunvirði.

Og hvort það gerði!

Í krónum talið ekki svo mikið, en um svona 7% í raun.

Þið óskið þess núna að það hefði bara lækkað svo mikið.

Fólk fer þá að fara að hafa efni á því aftur - innan tveggja ára eða svo.

Að gefnum 2008 launum, sem eru að lækka það mikið að enginn hefur efni á húsnæði á stórlega niðursettu verði heldur.


Femínisti mun eignast (glasa*)barn, og nefna það "F-4." Kyni þess verður haldið leyndu.


Þarf að kanna það mál einhverntíma í góðu tómi.

Bandaríkjamenn munu skifta um forseta, og fara beint í stríð við Íran.

Já og nei. Það verður kannski stríð við Íran á þessu ári í staðinn.

Ekki nauðsynlega í þesari röð. Ísraelar munu taka þátt í því. Þeir munu segja að það sé vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Þessi partur af spádómnum er enn í fullu gildi, þó hann hafi ekki ræst á rétta árinu.

Þetta verður til þess að dollarinn fellur niður í svona 45 krónur. Sem aftur veldur því að átta tonna pallbílar verða mjög billegir.

Eins og íslenska hagstjórnin er, þá fellur krónan hraðar en dollarinn sama hvað kaninn gerir.

Hestur og maður deyja í hörmulegu bílslysi milli landcruiser 200 jeppa með hestakerru og átta tonna amerísks pallbíls. Hestsins verður sárt saknað, enda jarðaður með viðhöfn. Illa farið með gott kjöt þar.

Gott gisk, en nei.

Lögreglan mun byrja að eltast við þá sem reykja opinberlega. Í framhaldið mun glæpum fjölga sem því nemur, við mikla undrun fjölmiðla, og skelfingu húsmæðra um alla Reykjavík.

Nú eru mótmælendur aðal málið.

Löggan fær langþráðar rafbyssur, og það líða ekki nema tveir mánuðir áður en fyrsta dauðsfallið verður af þeim sökum.

Sem betur fer gekk þetta ekki eftir.


Fleiri löggur verða barðar á þessu ári en því síðasta.


Að sögn gekk þetta eftir. Og ekki bara af þeim ástæðum sem ég hafði í huga þá.

Bandaríska hryðjuverkalöggjöfin verður til þess að 90% allra sem ferðast til landsins verða ólöglegir innflytjendur og dópsmyglarar.

Langar þig til USA? Já, kannski, en er ekki betra að fara til Portúgal? Maður verður ekki gegnumlýstur eins oft á leiðinni þangað.

Það mun koma á daginn að Fidel Castro er búinn að vera dauður í 2 ár. Maðurinn sem kemur fram fyrir hans hönd er tvífari hans sem hefur unnið við að vera skotmark launmorðingja hjá honum síðan 1977.

Þeir halda því þráfaldlega fram að þetta sé ekta Kastró sem er þarna í jogginggallanum.

Sama með þennan norður Kóreiska þarna.

Rússar taka að sér að reka herstöð á Íslandi, að ríkisstjórn landsins óforspurðri.

Þá hefði ég hlegið.

Það mun finnast Al-Kæda sella á landinu. Tíu árum síðar mun koma í ljós að Björn Bjarna flutti hana inn sjálfur til að búa til hryðjuverkaógn til að sérsveitirnar og greiningardeildirnar hefðu eitthvað að gera.

Ekki enn.

Fólk verður beðið um að halda niðri í sér andanum í eina mínútu á dag eða meira til að draga úr losum gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma munu allir ráðherrar og þingmenn fá sér nýjan landcruiser, því það stendur "200" á honum.

Sem betur fer heyrum við minna í þessum kvimleiðu umhverfissinnum núna. Verra er af hverju það er.

Í tíð svarta svansins munu draugar fortíðar tákna helför gegn græna manninum á meðan styttan af Einari Ben mígur á mann og annan og svínið svitnar í sána.

Já...

Það verða kannski spádómar næst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli