þriðjudagur, janúar 06, 2009

Dagur 308 ár 4 (dagur 1768, færzla nr. 752):

Jæja, reynum þá að spá í framtíðina.

Gefið er að Ríkið mun klúðra einhverju, svo það er ekki spádómur, heldur staðreynd.

Innan lands:

Það verða óeirðir, þær umfangsmestu síðan Gúttóslagurinn var haldinn við mikinn fögnuð aðstandenda.

Um og yfir 5000 manns flytja úr landi á árinu. Sumir eftir gjaldþrot, aðrir í leit að vinnu til að forðast gjaldþrot.

Svo kemur eldgos.

Utan lands:

Þessar smávægilegu erjur í mið-austurlöndum verða ekki að meiriháttar stríði, frekar en önnur upphlaup þar hingað til.

Erjur Indverja og Pakistana breytast heldur ekki í stríð á árinu.

Kína finnur fyrir atvinnuleysi sökum minni kaupgetu vesturlandabúa, og taka því með því að byggja borgir til að halda liðinu í vinnu. Þeir hafa efni á því í smá stund.

Svo kemur eldgos.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli