miðvikudagur, janúar 21, 2009

Dagur 323 ár 4 (dagur 1783, færzla nr. 758):

Höldum áfram að rifja upp tónlist síðasta áratugar.

1991.

Það ár dó Leo Fender, gæinn sem fann upp rafmagnsgítarinn.

Hellingur af allskyns liði gaf út plötu - gerist á hverju ári. Mikið af því er gleymt núna, sem betur fer. Ég meina, viljum við virkilega muna eftir janet Jackson, Naughty by nature, Paulu Abdul, Vanilla Ice eða Bananarama?

Það man enginn eftir Alison Moyet.

Ryfjum upp nokkra hluti sem koma liklega aldrei aftur:



Public Enemy & Antrax gáfu út þetta einkennilega lag.



EMF gaf þetta út, og það var í auglýsingum, ef ég man rétt. Ég man ekki hvað var verið að auglýsa hinsvegar.



Ice-T. Þið vitið, gæinn sem leikur Fin í Law & Order? Hann hefur átt mörg afar kómísk móment í gegnum tíðina.



Cypress Hill. Það er ótækt að skella upp lista af random lögum frá síðasta áratug án þess að hafa smá rapp með. Eiginlega ætti að vera mikið af því. Vegna þess að allir alvöru gangsterarnir voru skotnir, og hinir hafa róast með árunum.



Nirvana, með lagið sem gerði þá fræga.



Metallica, með lagið sem flestum kemur í hug þegar þeir heyra þá nefnda. Eins og gefur að skilja eru til nokkur misþekkt cover af þessu.



Blur. Mikið spilað það ár.



Chris Isaak. Það er til af þessu ágætt cover.



Massive attack.



Guns & Roses.



Sepultura.

Og það er best að ljúka þessu með íslensku lagi:



Complett með myndbandi, síðan 1991, auðvitað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli