Dagur 321 ár 4 (dagur 1781, færzla nr. 757):
Hann Boggi var núna að ryfja upp fyrir okkur tónlist síðasta áratugar. Helminginn af henni, reiknast mér til - eða partý-teknó hlutann.
Satt að segja fór sú músík fyrir ofan garð og neðan hjá mér.
Hann bendir réttilega á að það þarf ekki nema eitt lag til að ryfja það upp. Þetta var allt jú sama lagið, nema með mismunandi texta. Svo voru rímix... sem voru verri.
En það er eins og mig minni nú að fleiri lög hafi verið samin og spiluð á síðasta áratug, svo ég mun nú fara yfir eitthvað af því, ár fyrir ár. Og sleppa partý-teknóinu. Það er svona eins og grænmeti, það er grænt, slepjulegt, og á ekkert heima á disknum. Og ég vil það ekki. Og Boggi er búinn að ryfja það upp.
***
Árið 1990 voru meðal annars stofnaðar hljómsveitirnar Perlusulta (pearl jam), The Prodigy, In Flames, Body Count, Spin doctors, Lamb of God, Destiny's child, Stone Temple pilots, Take That, Type O negative og Brutal Truth.
Þið kannist við eitthvað af þessu.
Allskonar ferleg bönd gáfu út plötu að ár: New Kids on the block er gott dæmi, og María Karrý. Björk gaf líka út plötu með einhverju tríói.
En nóg komið af röfli. Nú koma tóndæmi:
Já, þetta kom út 1990. Og þetta líka:
Sem við þekkjum öll betur sem Tómatsósulagið. 1990.
Þetta voru eftirminnilegustu diskólög ársins 1990. Förum nú út í eitthvað sem hefur enst betur:
Depeche Mode.
Sköllótta kellingin.
Pantera. Reyndar var árið 1990 ágætt fyrir þungarokk. Megadeth, Iron maiden og meira að segja Deep Purple gáfu eitthvað út.
Slayer.
LL cool J. Enn lifandi skilst mér, ólíkt flestum Ganster röppurum áratugarins, sem voru lang flestir skotnir, enda alvöru gangsterar. Þeir skjóta hann bara seinna.
Happy Mondays.
Angelo Badalamenti. Fyrir sjónvarpsþætti sem meikuðu ekki sens. Svolítið eins og Lost núna.
Áratugurinn á undan smitaðist allverulega út á árið, svo það kom út stöff sem ég hélt að væri miklu eldra:
Ég hélt að þetta væri síðan 1987... sirka.
Þetta hélt ég líka að væri aftur úr grárri forneskju.
Og þetta. Allt frá 1990.
Ég held ég sé með eitthvað af öllu. Það var miklu meira af stöffi, og þetta er bara smá sýnishorn sem gefur ekkert rétta mynd af árinu. Til dæmis held ég varla að kynslóðin á undan kannist mikið við LL Cool J eða Slayer. Þau voru of upptekin við að hlusta á HLH, Brimkló, og kannski Alison Moyet.
Einnig taka glöggir lesendur eftir að á listanum er ekkert íslenskt. Hér með er bætt úr því:
Verið hrædd. Verið mjög hrædd. það sem vinnur júróvisjón núna verður alveg jafn skelfilegt eftir 19 ár.
Jæja. best að hætta þessu áður en fólk fer að halda að maður viti eitthvað um efnið.
(klukkan er 17:05)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli