laugardagur, febrúar 21, 2009

Dagur 354 ár 4 (dagur 1814, færzla nr. 767):

Höldum bara áfram að röfla um síðasta áratug. Það er svo fjandi langt síðan hann var, þó mér finnist stundum að hann hafi verið í síðasta mánuði. Allavega man ég ámóta vel/illa eftir síðasta mánuði - ef ekki verr.

Þetta var nokkurnvegin svona: kommúnisminn hrundi, svo kom stríð í Írak, svo kom stríð í Júgóslavíu og þjóðarmorð í Rwanda.

Feikna fjör.

Annað áhugavert: árið 1990 hætti nýsjálenski sjóherinn að skammta sjóurunum sínum daglega rommskammti. Áhugavert... Árið áður var bjórbannið numið úr gildi hér á Fróni, og í kjölfarið dró smám saman úr gífurlegum fylleríum niðri í bæ, sem oft höfðu haft í för með sér það að vel flestar rúður í reykjavík voru brotnar um hverja helgi. Sem hefur örugglega verið algjört mörder á sjötta áratugnum, því þá voru svo mikil höft að það mátti örugglega ekki skifta um rúðu nema annað hvert ár - með tilheyrandi kulda...

Á áratugnum var líka hætt að búa í síðasta torfbænum á Íslandi.

Árið 1990 hætti WHO að skilgreina samkynhneigð sem sjúkdóm.

Sjónvarpsþættir áratugarins eru the Simspons, Friends, Seinfeld, Star Trek TNG, The X-Files, Twin peaks & Beavis & Butthead.

***

Þar sem flest okkar gerðu mikið af því að fara í bíó og horfa á vídjó þá:

1990: aðalkvikmyndir ársins voru Home alone, Ghost & Dances with wolves. Sama ár kom Tremors, sem að mínu mati var miklu betri mynd. Og líka Total recall. Ef þið hafið ekki séð þá ræmu, tékkið þá á henni.

Árið 1991 kom út Terminator 2, sem var nokkuð góð ræma, Robin Hood, prince of thieves (með Kevin Kostner, ef einhver man sérlega eftir því...) & Beauty and the beast. Svo kom Silence of the lambs, sem allir muna eftir. Mér þótti sú mynd ekki lifa upp í hæpið.

Sama ár komu út Rocketeer, the taking of Beverly Hills (sem er snilldarræma sem enginn man eftir) og Delicatessen.

1992 var árið sem El Mariachi birtist fyrst. Og líka Hard Boiled, Innocent Blood & Universal Soldier. Auk þeirra kom út á árinu Reservoir Dogs, sem færði okkir Löööng Atriði með miklu af tali. Og var ripoff af Ariel frá 1988.

1993: Jurassic park, Cliffhanger - ein skásta Stallone myndin, Army Of Darkness, Falling Down, the Three Musketeers & Free Willy!

1994: The Lion King. Hugsum okkur alla brandarana sem við hefðu aldrei heryt án þeirrar myndar. Líka: true lies, the mask of Pulp fiction.

Killing Zoe er betri...

Það sama ár kom út Stargate, sem enn er verið að hekla við, The Shawshank Redemption, og fullt af öðru drasli.

1995 birtist okkur Toy Story, Dead man, judge dredd, screamers, Waterworld og the Usual suspects.

1996: ID4, Mission: impossible, The Rock, grínmyndin Romeo + Juliet & Beavis & butthead do america.

1997: Titanic. Sem var, og er held ég enn, dýrasta kvikmynd ever. Þar áður var það Waterworld. Sem aftur hljómar eins og nafn á skemmtigarði. Að auki sáum við Men in Balck, the fifth element, Alien Resurrectio, Con Air, face/off & hin sívinsæla Starship Troopers. Annað hvort er það frábær mynd, eða þú hefur lesið bókina.

1998: Saving Private Ryan - sem er uppspretta allra þessara medal of honour tölvuleikja, Dark City, Deep Rising, Lock stock and two smoking barrels & Ronin, sem inniheldur einn besta bílaeltingaleik áratugarins.

1999: The Matrix, Starwars ep 1, The Mummy, Blair Witch Project, Fight club, Galaxy Quest og B-myndin the boondock saints.

Hafiði ekki séð megnið af þessu?

Næst verður kannski eitthvað vitrænt. Meira klám og splatter. Kannski.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli