þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Dagur 357 ár 4 (dagur 1817, færzla nr. 768):

Bolludagurinn liðinn... sprengidagurinn eftir. Ég er á því að þessir hátíðisdagar séu ekki í réttri röð. Auðvitað ætti sprengidagurinn að vera fyrst, svo öskudagur, og loks ætti að koma bolludagur. Vegna þess að bollur eru meira svona desert.

Það er bara mitt álit á þessu. Hver vill ekki bollur eftir sprengidaginn?



Mynd dagsins kemur sprengideginum ekkert við. Eða bolludeginum. Og augljóslega ekki öskudeginum - því þær eru ekki í búningum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli