Dagur 308 ár 5 (dagur 2132, færzla nr. 860):
Mmm... 308.
Jæja, æseivið, eins og ég skil það:
Samkvæmt mínum upplýsingum eru þetta 320.000 reikningar, af þeim ber Íslenska Ríkinu (okkur) samkvæmt lögum að greiða til baka 2.500.000 krónur hámark fyrir hvern reikning. Það getur verið allt að 800.000.000.000, eða 800 þúsund milljónir, AKA 800 milljarðar. Sem er svolítið meira en við ráðum við til að byrja með.
Ég heyrði af því í dag að Bretar hefðu neitað að borga svipaða skuld á Mön vegna þess að bankinn sem þar var að fara á hausinn greiddi skatt á Mön. Spurning fyrir okkur að gera slíkt hið sama, og losna þá við helminginn af þessu. Icesave greiddi jú skatt í bretlandi og hollandi, ekki hér.
Hvað um það; vesenið núna, þetta sem forsetinn neitaði að skrifa undir eftir mikið þref er einfaldlega samningur um að borga alla þessa 320K reikninga upp í topp. Þ.e, meira en 800.000.000.000 krónur.
1% vextir af 800.000.000.000 eru 8 milljarðar á ári, eða 250K á mann á ári.
Hljómar vel?
Gefum okkur að vinnandi menn á landinu séu 200K, og hver sé með að meðaltali 400K í laun, þá greiðum við ca. 24.000.000.000 í skatt á ári, bara af tekjunum. 1/4 (skv bjartsýnustu spám) glatast í kerfinu (fer í ekkert,) sem gerir rauntekjur 18.000.000.000 af þessu, sem fer í allt sem ríkið gerir: skóla, spítala, vegi... og bruðl og vitleysu.
Hinsvegar eru meðallaun aðeins lægri en 400K og vinnandi menn eru líklega eitthvað undir 200K... þið sjáið vandamálið.
Þetta er það sem við sitjum uppi með sama hvað. Þetta er það sem veldur því að hér verður kreppa lengur en annarsstaðar. Þetta er líklega það sem veldur því að Kínverjar eru að stækka við sig: þeir sjá að landið er að verða gjaldþrota, og þeir munu kaupa það á niðursettu verði þegar það gerist.
Þá verðum við hluti af Kína. Sem er alveg eins og að vera með VG við völd, bara minna kommúnískt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli