Dagur 329 ár 5 (dagur 2151, færzla nr. 866):
Jæja, þá eru það treilerar. Þið vitið hvað það þýðir.
Lone wolf & cub.
Lone wolf MacQuade.
Thunder.
Og nú kvikmynd kvöldsins:
Return of the Street fighter. (1974)
Í þessari mynd, sem er framhald "the street fighter," ein af 3 framhaldsmyndum, allar frá sama árinu (Þessi ræma hefur verið fljót að hala upp í kostnað. Þeir hafa ekkert betra við tímann að gera en að búa til framhaldið, býst ég við.), berst götubardagamaðurinn við Jesú.
Það er eitthvað meira plott, en það meikar lítinn sens og er bara eitthvað til þess að hengja á röð af slagsmálasenum. Engan röntgenmyndir í þetta sinn, samt. Mig fannst það vanta.
Fyrsta myndin er betri en þessi. Ég ætla ekki að tjá mig mikið um hver er fyndnari, en þessi á marga góða spretti. Það er til dæmis erfitt að glotta ekki þegar maður sér að aðal-kvenpersónan er Lína langsokkur.
Þið hafið verið vöruð við - ekki drekka of mikið yfir þessu, eða setjið amik á pásu á meðan. Það getur marg borgað sig, til að skemma ekki lyklaborðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli