þriðjudagur, janúar 19, 2010

Dagur 323 ár 5 (dagur 2145, færzla nr. 864):



323



Rakst á þessa furðulegu en merkilegu könnun um daginn.

Eitthver japönsk stefnumótaþjónusta (fyrir japanska nörda) spurðist fyrir um hvað væri uppáhalds sjónvarpsþátturinn þeirra. Niðurstaðan er á þessaum lista þarna fyrir ofan. Þar er bara eitt læsilegt orð, svo hér er listinn:

Konur:
1. Gundam (all series)
2. K-ON!
3. Code Geass
4. Macross Frontier
5. Shin Seiki Evangelion / Toradora! (tie)
6. Suzumiya Haruhi no Yuutsu
7. Lucky Star
8. CLANNAD
9. Tengen Toppa Gurren Lagann
10. Minami-ke

Karlar:
1. K-ON!
2. Suzumiya Haruhi no Yuutsu
3. Lucky Star
4. Gundam (all series)
5. Saki
6. Shin Seiki Evangelion
7. Mahou Shoujo Lyrical nanoha
8. Hetalia
9. CLANNAD
10. Toradora!

Ég setti inn link á þetta, svo þið getið horft á þessa þætti ef stemming er fyrir slíku.

Þetta eru teiknimyndir. Restin af japönsku sjónvarpsefni getur verið mjög súrt.

Hvað um það, það sem vakti athygli er að 4 af 10 uppáhalds sjónvarpsþáttum kvenna fjalla um risastór vélmenni. Sem er kannski skiljanlegt, því þessir risa-vélmennaþættir eiga frekar mikið sameiginlegt með Dallas - þetta eru sápuóperur. Með vélmennum. Vélmennaþættirnir hafa líka lang besta sándtrackið. Stór hluti af tónlistinni í Evangelion er eftir Bach.

Uppáhalds þættir karla fjalla um stelpur. Japanir... ætli þetta yrði eins hérna? Þetta er svona eins og að gera könnun á sjónvarpsáhorfi á Íslandi og komast að því að uppáhaldsþáttur kvenna væri 24 og karla væri Friends.

Ég hef séð megnið af þessu. Lucky Star er í stórum dráttum Seinfeld, nema með fullt af littlum, pöddueygðum stelpum, Suzumiya Haruhi fjallar um geðveika stelpu sem fattar ekki að hún er almáttug, og CLANNAD er sápuópera með engum vélmennum. Hér er styttri útgáfan.

Í stórum dráttum: You dig giant robots, I dig giant robots, we dig giant robots, chicks dig giant robots.

Nice.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli