Dagur 316 ár 5 (dagur 2138, færzla nr. 862):
Sko, núðlur með nautabragði innihalda ekki naut. Í staðinn er eitthvað sem bragðast eins og súputeningur í þessu, ekki veit ég hvað það stöff er.
Núðlur með rækjubragði innihalda heldur engar rækjur, heldur er í þeim efni sem á að bragðast eins og rækja. Þetta efni er mjög keimlíkt nauta-bragðefninu á bragðið, reyndar.
Það er einhver smá munur á þessu, en hann liggur í kryddi frekar en þessu bragðefni.
Svo eru það núðlur með græmnetisbragði. Ég las á hina tvo pakkana, og á þeim stóð greinilega að í nauta-núðlunum var ekkert naut og í rækjunúðlunum engin rækja, og í kjúklinganúðlunum enginn kjúklingur, svo að sjálfsögðu hefði mig ekkert undrað ef það hefði ekki verið neitt grænmeti í grænmetisnúðlunum, bara eitthver dularfull efni sem bragðast þannig.
Arsenik eða eitthvað.
Hvað um það: munurinn á grænmetis-núðlum og öðrum núðlum er að grænmetisnúðlurnar bragðast eins og tómatpúrré. Vegna þess að eins og allir vita eru tómatar frummynd alls grænmetis.
Að öðru leiti er þetta stöff allt eins.
Já. Í Kína er eitthvað stöff sem bragðast eins og naut, eitthvað stöff sem bragðast eins og rækja, eitthvað stöff sem bragðast eins og kjúklingur (og er allt sama efnið, held ég) og svo tómatur, sem er... grænmeti.
Hvaða planta er þetta sem er með kjötbragði? (Meintu kjötbragði. Meira svona eins og soð.)
Veit ekki. Veit ekki hvort ég á að nenna að hugsa eitthvað um það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli