sunnudagur, mars 14, 2010

Dagur 10 ár 6 (dagur 2202, færzla nr. 883):

Þá er komið að einni svona kvikmynd, en fyrst: treiler:



Navajo Joe.

Við Haukur gerðum þessa árið 1991, minnir mig. Þetta átti að vera kvikmynd um indjána sem hefnir sín á kúreka. Árið 1870. Það... virkaði ekki alveg. Þessi mynd er um margt merkileg. Til dæmis er í þessari kvikmynd meira shaky-cam en í meðal Bruckheimer ræmu, það er mikill Batman halli á öðru hvoru atriði, og ein senan stendur yfir í heila mínútu, alveg óklippt, alveg upp úr þurru, gjörsamlega án alls tilgangs, af því bara.

Plottið er nokkurnvegin svona: aðal skúrkurinn drepur einhvern, og aðal hetjan fer, gearar sig upp, og berst við hann.

Batman halli og shaky cam skeður.

Það tók ekki nema klukkutíma að hrista þessa saman.



"Fokilli hnefi eld-sparks," AKA "Sá Svali."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli