laugardagur, mars 06, 2010

Dagur 2 ár 6 (dagur 2194, færzla nr. 880):

Þá er aftur komið að kvikmynd kvöldsins, svo takið fram poppkornið og búið ykkur undir að sjá treilera sem eru betri en kvikmyndin:



Robogeisha. "Geisha chainsaw! Ninja Robot! Fried Shrimp!" (Þetta er alvöru kvikmynd)



Last supper.



Thunder Warrior

Og kvikmynd kvöldsins: Dementia 13, frá því 1963. Ekkert ógeðslega góð mynd, gerð fyrir fjármagn sem varð afgangs eftir að Roger Corman kláraði aðra kvikmynd undir kostnaðaráætlun, inn á milli atriða við tökur á eitthvarju öðru, eða svo segir sagan.

Og það sést: hljóðneminn á þarna stjörnuleik í einu atriðinu alllengi, og svo sést skugginn af honum mjög lengi eftir það. Menn ypptu bara öxlum yfir því og héldu áfram. Öllum er sama.

Hvað um það:

Plott: náungi sem lítur út eins og Bingó fær hjartaáfall og deyr, og kærasta hans lætur fjölskildu hans halda að hann sé enn lifandi til þess að geta fengið arf sem hann er að fara að fá. Leyndarmál í fjölskildunni, bla bla bla. Þið vitið hvernig þetta gengur. Ódýrt Psycho rip off. Og public domain:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli