þriðjudagur, mars 30, 2010

Dagur 26 ár 6 (dagur 2218, færzla nr. 889):

Guð bjó til Pac Man:



En við vissum það alltaf innst inni... eða hvað?

Ég kom ömmu uppá að borða núðlur. Svona 3 mínútna í boxi. Svo amma bað Bússa að kaupa nokkrar fyrir sig. Hann gerði það... næstum. Kaypti núðlur í poka. Sem er, jú, ódýrara og meiri matur, en meira vesen. Þessar í kassanum eru svo andskoti einfaldar.

Redda því næst.

AMV:



Eins og venjulega, þetta er lokalag úr teiknimyndaþáttum. Óvenjulega tilkomumikið myndband. Teiknimyndin lítur út eins og best of sixties grafísk hönnun á sýrutrippi.

Sem þýðir að það verður meira af þessari vitlaysu: þetta er vel yfir klukkutíma að lengd, sem er svipað eins og 3 þættir af Robot Chicken í röð. Aftur, betra en það hljómar, og lítillega skárra en það sem hefur komið á undan. Merkilegt nokk. (Þið munið hlæja þegar gaurinn úr Dragonball byrjar á Whitney Houston.)



Svona 10% af þessu eru úr Azumanga Daioh. Hlýtur að vera í miklu uppáhaldi... sem er kannski skiljanlegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli