fimmtudagur, mars 25, 2010

Dagur 21 ár 6 (dagur 2213, færzla nr. 887):

Og þá er aftur komið að kvikmynd kvöldsins. Sem þýðir:



Galaxy of terror. Horror in space!



Hawk the slayer



Hrafninn flýgur. Auðvitað.

Poppið til? Mér datt í hug að hafa góða kvikmynd núna, svona til tilbreytingar.



The Great Silence, 1968. (AKA Il Grande Silencio.)

Bönnuð í Finnlandi & Noregi. Höfðar ekki mikið til Kínverja, en er sennilega bönnuð þar líka. Það bara tekur því ekki að minnast á það, það er nefnilega allt bannað þar hvort eð er. (Svolítið eins og er að ske hér.)

Hvað um það, eins og ég sagði, ekki eins vond mynd og sumt sem birtist hérna. Ekki eins hrist fram úr erminni og Dementia 13, eða the Terror, og ekki jafn mikið bull og Pulgasari, og ekki jafn gleymanleg og Death Rage. Mjög ofbeldisfull, jú, en þetta er líka spaghettívestri. Og hverjum líkar ekki við smá spaghettí öðru hvoru? Spaghettí er gott fyrir þig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli