Dagur 13 ár 6 (dagur 2205, færzla nr. 884):
Fann fyrir nokkrum mánuðum AMV hell. AMV er stytting á Anime Music Video,
Nei, ekki þetta. Jú, þetta *ER* vissulega tónlist úr anime, en ekki alveg það sem ég er að meina. (Þett lag er úr einhverjum þáttum um vampýrur. Í nokkrum þáttum var eitthvað talað um að það væri verið að rannsaka vampýrur á Íslandi, svo ég beið í rólegheitunum eftir að sjá hvernig það kæmi út. Hvað er þjóðareinkenni Íslands? Jú, þeir sýndu mynd af einu húsi: Þjóðmynjasafninu. Þá vitum við það. Komu sér að öðru leiti alveg hjá því að hafa einhverjar senur hér.)
Ef þú leitar að AMV á jútúb þá finnurði venjulega nokkur atriði úr Naruto með Linkin Park undir. Það er alltaf Linkin Park.
AMV hell er þetta:
Röð af 30 sekúndna atriðum úr hinum og þessum teiknimyndaseríum/kvikmyndum með misjafnlega óviðeigandi músík undir. Eða hljóðrás úr einhverju allt öðru.
Eða: sumt fólk hefur of mikinn tíma.
Meira af þessu seinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli