Dagur 41 ár 6 (dagur 2233, færzla nr. 895):
Kvikmynd kvöldsins var að rúlla yfir. Bæti henni við næst. Ég er með svona la-la pöblik dómein ræmu til. Með engum zombíum eða neinu slíku. Það verður næst.
Nú er það AMV.
Þessi brandari er ekki lengur fyndinn. Ekki það að hann hafi nokkurntíma verið það. Jæja, þetta er úr Mnemosyne. Það er svolítið blóðug teiknimyndasería. Svolítið eins og sambland af Mike Hammer, Highlander og Hellraiser. Með persónu með grænt hár og allt of stór augu.
Og þetta er AMV hell 4:
Satt að segja er þessi ekki jafn-góð og 3. 3 er betri vegna þess að brandararnir reiða sig ekki eins mikið á að þú hafir séð það sem er verið að skopast að. Þetta? Ja, ef þið fattið ekki brandarann, þá vitiði af hverju það er.
Ekki það að nokkur hafi fattað fyrsta brandarann í AMV hell 3. Ekki fattaði ég hann fyrr en ég sá hvað lagið heitir. Langsóttur húmor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli