Dagur 47 ár 6 (dagur 2239, færzla nr. 897):
Ég bað um að fá send til mín dekk sem ég átti inni í bílskúr. Ég vissi ekki að fleiri ættu þar dekk. En hvað um það, jú, þau hafa fyrir því að koma með dekk ... sem einhver annar á.
Það hefði verið rosalega flott múv að hringja í mig og spyrja hvernig þessi dekk þekktust frá öðrum dekkjum. Það hefði sparað fyrirhöfn.
Nú er alltaf verið að röfla um ábyrgð. Hver ber ábyrgð á þessu og hinu. Ég hélt það væri öllum ljóst: þeir sem eru yfir, bera ábyrgð á því sem þeir ráða yfir. Það er alveg á hreinu hverjir voru yfir, svo hver er efinn? Svo segjast sumir þeirra axla ábyrgð. Ég er ekki viss um að þau viti hvað það þýðir.
Ég veit hver getur sagt þeim það: Bragi á fluginu. Hann ber ábyrgð, fullt af henni. Ef einhver veit eitthvað um ábyrgð, þá er það hann. Hann axlar ábyrgð á veðrinu. Og veðrið er ekkert honum að kenna - ekki mér vitanlega a.m.k.
Nú geta þeir víst flogið aftur í evrópu. Sem þýðir bara eitt: okkur vantar stærra eldgos! Það þarf meiri ösku á þessi kvikyndi.
"Ash like snow" - til að halda áfram með ösku-þemað. Verst að þetta gat ekki gerst á ösku-daginn. það hefði verið flott... í einn dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli