Treiler:
Þá er komið að annarri svona: Við gerðum þessa mynd árið 1993. Það er að segja, þessa fyrir neðan, ekki þessa fyrir ofan. Og eins og sjá má, þá hafði ég ekki fyrir að skifta út kreditlistanum í byrjuninni á þessari, svo þið sjáið hvers þið eruð að fara á mis við. Þarna heyrum við "Oh Carolina", með Shaggy, sem var mikið í útvarpinu í denn. Þetta var í þann tíð er tíðkaðist að hringja í krakka og spyrja þá hvaða ferlegu lög ættu að vera á topp 40. Það var áður en FM957 fór að ríða húsum. (Og örugglega leggjast á búfé líka, það væri eftir öllu.)
Næst set ég treiler sem er ekki úr einhverri yuri-ræmu sem enginn hefur heyrt um.
Það er reyndar sæmilegur slatti af músík í þessari mynd sem var vinsæl þá. Það er ekki að öllu leiti með vilja gert. Jimi Henrix er þarna viljandi, Chris Isaak hinsvegar hljómar þarna af slysni.
Jæja, plottið í þessari reynir að meika sens, ólíkt fyrri myndinni, sem var þó gerð á sama árinu.
Sem sagt: stórglæpamaðurinn Manúel Fókus reynir að ráða leigumorðingjann James Blond til að fremja sjálfsmorð. Eins og gefur að skilja fær sú hugmynd heldur dræmar undirtektir, svo Manúel ræður annan leigumorðingja. Sá reynist vera blindur, en samt afar áhugasamur í starfi.
Merkilegir hlutir sem sjást fyrst í þessari mynd: stop-motion effexar, plott sem meikar næstum því sens, (Næstum því segi ég, þessi mynd er lítillega vitrænni en Inferno, og svona ámóta súr.) og þarna er líka blandaður ógeðisdrykkur. Við vorum skrefi á undan 70 mínútum með það. Nokkrum, meira að segja.
Þessi mynd var alveg rosalega löng. Vel á hálftíma. Þessi útgáfa var snyrt til af mér, og er 17 mínútur núna, og er betri fyrir. Dæmi: senan með ógeðisdrykknum var eitt samfellt skot. Takið eftir hvað það eru margar klyppingar í henni núna?
Svo eru þessir eldsvoðar. Annar stóð yfir í hátt á þriðju mínútu, hinn vel yfir fjórar. Núna: miklu styttri. Ég fjarlægði þann seinni alveg. Ekkert sem mátti ekki missa sín. En hey, vilji einhver óklyppta útgáfu, með 4 mínútum af einstaklega afslappandi eldi, þá á ég það til einhversstaðar, held ég.
Já. Þessi mynd var (og er) með því súrrealískara sem til er:
Ástæða þess að Manúel Fókus vill myrða James Blond? Hver veit?
Kannski vegna þess að þeir virðast báðir búa í sama húsinu?
Hvernig er þetta hús annars í laginu? Menn koma og fara eftir engri sérstakri reglu.
Og hvaða fótur er þetta?
Hvaðan kom þetta sinnep? Skal ekki segja.
Af hverju vaknar gaurinn í öðrum fötum en hann fór að sofa í? Pass.
Af hverju er "Foxy Lady" með Henrix að ofsækja hann? Bara...
Hvað vorum við að hugsa þegar við gerðum þetta? Ja, það var fyrir 17 árum... Mig minnir að það hafi verið gaman. Þetta tók tvo daga, fyrri dagurinn fór allur í að kveikja í hlutum. Seinni dagurinn fór ekki í að láta plottið meika sens, eða hafa continuitíið á hreinu. Neibb. Það var óþarfi. það tekur enginn eftir neinu, því við vorum augljóslega snillingar.
Gerið svo vel: þetta er James Blond 2:
James Blond 2 from asgrimur hartmannsson on Vimeo.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli