Dagur 54 ár 6 (dagur 2246, færzla nr. 900):
Jæja. Mér datt í hug að prófa svolítið: þetta er morgunmaturinn áðan:
Það er ekki auðveldast í heimi að gera þetta með annarri hendi.
Eins og gefur að skilja er hann frekar leiðinlegur, svona einn og sér, svo mér datt í hug að peppa hann aðeins upp, gera hann frábærari, því morgunmaturinn er jú einu sinni mikilvægasta máltíð dagsins. Það þarf að gefa það til kynna með rétta sándtrakkinu:
Þetta var mjög EPÍSKT, og gefur VEL til kynna að ÞETTA var sko MIKILVÆG MÁLTÍÐ! En á sama hátt ekki nema í meðallagi spennandi. Þá er málið að setja Stravinský undir! Allt verður 85% meira spennandi með Stravinský! Sjáið bara:
Þessar núðlur eru sko þær æsilegustu og mest spennandi núðlur sem fyrirfinnast. En kannski vill maður síður einhvern hasar þegar maður er nývaknaður og vill bara fá sér að borða. Við slík tækifæri er gott að notast við "Gollywogs cakewalk."
Related videos eru alveg ferleg... en hvað um það. Og suma daga vaknar maður eftir tveggja klukkutíma svefn, aldrei verið hressari og ennþá blindfullur. Þá er þetta einstaklega viðeigandi:
Japönsk popptónlist: þegar maður hefur ekki efni á bjór.
En hvað um það. Það er um að gera að hlusta alltaf á sem frábærasta tónlist. Ég mæli með því að þið finnið þetta sem hér kemur á eftir einhversstaðar, setjið það á æpotið, og spilið það alltaf þegar þið farið út með ruslið. Þá virðist það vera miklu mikilvægari atburður:
Þetta undirspil gerir allt alveg frábært.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli