föstudagur, desember 03, 2010

Dagur 274 ár 6 (dagur 2466, færzla nr. 970):

Þar sem ég hef nú haft útvarpið í eyrunum í meira en viku hef ég ekki komist hjá því að heyra allt þetta bölvaða þvarg um stjórnlagaþing. Þvílíkt helvítis kjaftæði er það.

Fyrst er kosningin of flókin fyrir fólk. Til að rétta úr því er sendur bæklingur þar sem fram kemur að það má ekki gera eina einustu klaufavillu, og þá tekur þú bara ekki þátt, vinurinn.

Svo er ástæðan: fólk skilur ekki stjórnarskrána.

Jæja? Hlýtir þá að þurfa að þýða hana á pólsku, svo fólkið skilji. Nema þeir séu að meina að fólk sé virkilega upp til hópa vangefið, og skilji því ekki Íslensku. (Sem gæti svosem verið - fólk kaus jú núverandi stjórn.)

En svona til slkemmtunar, förum yfir stjórnarskrána, hún er til hér; og finnum hvað það er sem fólk ekki skilur:

STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS

Þetta mun vera titill plaggsins. Þetta er afar lýsandi tiltill, finnst mér, og veit ég ekki hvað fólk er að misskilja.

FYRSTI KAFLI

1. grein

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.


Þetta þýðir sem sagt að ísland er land, þar sem fólk fær að velja sér inn á þing þá moðhausa sem það vill hafa við stjórn stærri mála. Þing er sá vetvangur sem þessir moðhausar mætast á til þess að ultimately klúðra því sem þeim er treyst fyrir. (Ekki vegna þess að þeir eigi að klúðra öllu - ég er bara að segja það sem skeður alltaf.)

2. grein

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.

Alþingi setur lög. Forseti má samkvæmt þessu svosem gera það líka. Það hefur hann þó aldrei gert.


Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.

"Önnur stjórnvöld" er ekki skilgreint frekar, en gera má ráð fyrir að það sé þá afgangurinn af ríkisbatteríinu, en ekki til dæmis Lalli Johns.

Dómendur fara með dómsvaldið.

Með dómendum er þá átt við gaurana í bláu kuflunum. Okkur er ljóst hvað þeir gera.

ANNAR KAFLI

3. grein

Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.


Þetta þýðir að forseti skal kosinn í þjóðaratkvæðagreiðzlu.

4. grein

Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.


"Kjörgengur" þýðir að hann má bjóða sig fram,
"35 ára" gefur til kynna að einhver hefur lifað 35 vetur, svona ca. Þetta er svona arbitrary aldursmörk.

5. grein

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkværðagreiðslu
.

Hver sá sem ekki skilur þessa málsgrein er annaðhvort ekki læs á Íslensku eða er algjör þorskhaus.

Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar.

Þessi málsgrein segir að ákveða megi af handahófi hve marga meðmælendur forsetaframbjóðandi skuli hafa til að mega gefa sig fram.

6. grein

Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar.


Júní, júlí og ágúst eru mánuðir. Hver manuður er að meðaltali 30.42 dagar. Ár er að jafnaði 365.25 dagar. Dagur er tími frá sólarupprás fram að næstu sólarupprás. Sól er þetta bjarta gula þarna á himninum.

7. grein

Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu.


Allt í lagi, ég gef ykkur að þetta er ansi klaufalega orðað.

Þetta þýðir annaðhvort: Ef forseti hrekkur uppaf daginn eftir að hann var kosinn, þá þarf að bíða í fjögur ár til að kjósa nýjan, eða það skal strax kjósa annan til þess að sitja út kjörtímabil þess fyrri.


8. grein

Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli ræður meirihluti.


Á meðan forsetinn er að tjilla í útlöndum þá eru þrír aðilar sem taka að sér að gera það sem hann gerir á meðan: skrifa undir lög.

9. grein

Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.


Forsetinn má ekki sitja á Alþingi. Hann má heldur ekki vinna á Flytjanda á meðan hann er forseti.

Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.

Laun forseta eru ákveðin af Alþingi. Athyglisvert er að forseti þarf að skrifa undir þau (eða forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar ef svo ber undir), og bannað er að lækka tekjur hans á meðan á kjörtímabili hans stendur. Af hverju þarf að hækka þær svo ört? Ja, sögustund: Í denntíð var hægt að kaupa sér fólksbíl og íbúð fyrir 50.000 krónur. Það er ekkert of langt síðan. Verðbólgan skeði svo á svona 10-20 árum, og gerði verðlagið aðþví sem það er í dag. Sem er hærra en það var 1980, reyndar. Gangi ykkur vel að fá dekk fyrir þann pening núna.

10. grein

Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafn hitt.


Á 12. öld var algengt að menn særu eið. Ekki kemur fram hvað má og má ekki vera í þessum eið. Eiður er loforð um að hegða sér (eða ekki) á vissan hátt.

11. grein

Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.


Forseti ber ekki ábyrgð á shit.

Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.

Ef forseti kaupir vændi má ekki sækja hann til saka fyrir það nema þing leyfir. Frjálslega má hann hinsvegar stunda vændi, þar sem slíkt er ekki ólöglegt, og er víst engin skömm að.

Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna.

Alþingi má krefjast þess að þjóðin vóti forsetann af eyjunni.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er útslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.

Forseti má ekki skrifa undir shit þegar búið er að vóta hann af eyjunni.

Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

Sé þjóðin ekki sammála alþingi um að vóta forseta af eyjunni, skal efna til þingkosninga strax þann daginn.

12. grein

Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.


Forseti má ekki búa á Ísafirði.


13. grein

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.


Ráðherrar skulu gera það sem forseti segir. (Ekki hef ég þekkt dæmi um slíkt.)

Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.

Ráðuneytið er ekki á Hvammstanga.

14. grein

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.


Ekki veit ég til þess að reynt hafi á þessa grein, þar sem menn virðast mega klúðra og vesenast fram og aftur, og alþingi er alveg sama, og kærir engan, sama hve mikil afglöpin kunna að vera.

Í raun bera ráðherra in effect ekki ábyrgð á shit - sem er brot á þessari grein.

15. grein

Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.


Er það? Mér hefur sýnst að flokkarnir sjálfir stjórni þessu, sem er aftur - klárt brot á stjórnarskrá.

16. grein

Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.


Forseti skal stofna klúbb þar sem þing sýnir honum áform sín.


17. grein

Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.


Ráðherrar skulu halda fund um það sem þing hefur látið þeim í té.

18. grein

Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.


Sá sem skrifar undir lögin þarf að rölta á Bessastaði með þau til samþykkis.

19. grein

Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.


Þau lög sem forseti skrifar undir teljast gild.

20. grein

Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, sem lög mæla.


Forsetinn ræður menn í djobb sem þarf skv lögum.

Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.

Ekki má ráða útlending í embætti. Sama hve mikið menn þrá að hafa Robert Mugabe í embætti Fjármálaráðherra, það bara má ekki.

Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

Forseti getur rekið menn sem hann hefur ráðið. Það hefur enn ekki reynt á þetta ákvæði.

Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.

Forseta er frjálst að færa menn til i starfi. Og fá menn sem svo er komið fyrir sömu laun í nýja starfinu.

Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem talidr eru í 61. grein.

Undantekningar, undantekningar....

21. grein

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.


Þetta hefur enn ekki reynt á - spurning hvort það hefur ekki verið stundað á þessu ákvæði samfellt brot frá 1944.

22. grein

Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.


Forseti smalar á þing mest 10 vikum eftir þingkosningar.

23. grein

Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.


Forseti má seinka alþingi um tvær vikur á hverju ári.

Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.

Þing getur heimtað að fá bara samt að þinga, og verður forseti að verða við því.

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.


Forseti getur hvenær sem er ákveðið að þingið sé leiðinlegt og kjósa þurfi uppá nýtt. Ekki hefur reynt á þetta ákvæði.

25. grein

Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.


Forseti getur samið lög. (Ekki nauðsynlega popplög... umferðarlög til dæmis, hann getur ákveðið að stopp-merkið eigi að vera ferkantað og svoleiðis.) Ekki hefur reynt á þetta ákvæði.

26. grein

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.


Ekkert nýtt hér. Sama og 19. grein.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Vilji forseti ekki skrifa undir - sem hann má alveg - þá skal það sem hann ekki vildi skrifa undir fara í þjóðaratkvæðagreiðzlu hið fyrsta.

Fjölmiðlalögin hér í denn, eins og frægt er orðið, gætu verið skýrt brot á þessu ákvæði, þar sem þau fóru vissulega til forseta, en ekki í þjóðaratkvæði þegar hann neitaði að skrifa undir.

Stærðfræðilega séð er það brot. Svo brot skal það teljast hér. (Þá eru komin þrjú brot sem hefð er fyrir.)

27. grein

Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.


Til þess er lögbirtingarblaðið víst. En enginn les það, sem gerir lög svolítið, ja, lítið þekkt. Menn gætu gengið um brjótandi lög á þess að vita það. (Sem virðist reyndar ekki vera móralskur vandi á ÍSlandi, ég er ekki hálfnaður með stjórnarskrána, og þegar búinn að finna 3 viðurkennd og hefðbundin brot á henni.)

28. grein

Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný.

Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, fall þau úr gildi.


Forseti má að eigin frumkvæði gefa lög sem gilda í minnst 6 vikur.

Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.

Forseti má gefa fjárlög ef alþingi hefur ekki gefið slík fyrir.

29. grein

Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.


Forseti getur látið sleppa mönnum úr djeilinu og látið sektir niður falla, nema um ráðherra sé að ræða. Ef ráðherra er böstaður með leigða negrakellingu og dæmdur fyrir þann augljóslega stóra glæp, þarf alþingi að náða hann.

30. grein

Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum , undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.


Forseti getur gert undantekningar á lögum fyrir vini sína - sé það skv venju. Til dæmis getur hann ákveðið að menn sem heita Pétur geti að saklausu myrt menn sem heita Ólafur, ef það er fimmtudagur. Ekki veit ég til að reynt hafi á þetta ákvæði.

Þetta voru fyrstu 2 kaflarnir af 7. Ég vona að þeir séu núna auðskiljanlegri. Förum yfir hina seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli