þriðjudagur, desember 14, 2010

Dagur 285 ár 6 (dagur 2477, færzla nr. 975):

Þetta er Mosin Nagant.



Það er líklegt að fleiri hafi verið drepnir með svona rifflum en nokkru öðru skotvopni. Þetta eða Maxím. Þau rök sem ég hef fyrir því eru:

Fór í notkun 1891. Eru enn til, enda framleiddir í meira en 22 milljón eintökum, og í notkun hér og þar.
Notaðir í stríði Rússa og Japana 1904.
Notaðir í fyrri heimstyrrjöldinni - bodycount: Fullt. Hellingur.
Var aðal vopnið í Bolsa-uppreisninni, af báðum fylkingum - bodycount: 1.7 milljón +.
Aðal vopnið á austurvígstöðvunum í WW2 og i Finnlandi (þar var gaur sem drap 500 manns með svona riffli).
Var notað grimmt til að "hreinsa til" á Stalínstímanum, ásamt öðrum tilfallandi vopnum - td kartöflupokum. Ekki aðal drápstólið, en hefur vissulega rakkað upp stórri tölu. Fimm stafa yrði ég ekki hissa á.
Notaðir í Spænsku Borgarstyrrjöldinni.
Kórea.
Víetnam.
Afghanistan, ennþá.

Í heildina örugglega meira en milljón manns.

Runner up: AKM.
Helstu stríð:
'Nam.
Írak-Íran.

Allt annað... meh. Afríka? Nei. Þeir notuðu sveðjur í Rúanda. Allt sem hönd á festir allstaðar annarsstaðar. Þeir eru til í fleiri eintökum 60 milljón +, segir sagan, en... engir almennilegir bardagar með milljóna mannfalli eins og WW2.

Heildartala nær kannski milljón - og þó. Maxím toppar AKM nolluð örugglega, grunar mig, Mosin... það hinsvegar er vafamál.

AKM vs Mauser 98, það gæti verið meira spennandi, eða M98 vs Enfield. Enfield gæti verið yfir, því Bretar voru meiri skúrkar en Þjóðverjar, og allar nýlendurnar voru og eru ennþá fullar af svoleiðis rifflum.

Þannig að líklega hafa fleiri verið drepnir með Lee Enfield af einhverri gerð en með AKM. AKM er samt trúlega á topp 5 *núna*, sem mest deadly herriffillinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli