föstudagur, desember 10, 2010

Dagur 281 ár 6 (dagur 2473, færzla nr. 974):

Þá er komið að annarri svona, en fyrst:



Evolusi 2. Sem er Malasísk "fast & furious" rip-off mynd... nema hvað bara treilerinn virðist betri en fyrsta F&F myndin... sem er ekki erfitt.

Þessa mynd gerðum við 1994, minnir mig endilega, frekar en 5. Það tók okkur svona korter, og skilaði reyndar 6-9 mínútum (nenni ekki að tékka á því.) Við sáum strax þegar við horfðum á myndina á eftir að þetta var mikil hörmung. Og þótti til langs tíme vera versta mynd sm við gerðum - ekkert undanskilið.

En ég fékk þetta á DVD... og ég hafði allt of mikinn tíma... svo...

Kommúnista-músík er public domain by default. Annað væri kapitalismi, sem er náttúrlega ótækt. Og Google translate er stundum mikill vinur - ef maður nuddar því í rétta átt. Svo eftir smá klyppingar, þá hef ég kommúnista propaganda tónlistarmyndband. Sem er alveg jafngáfulegt og plottlausa ruglið sem við gerðum upprunalega.

Ég meina, sjáiði tæknibrellurnar í þessu?

Treystið mér; þið viljið ekki sjá það sem ég klyppti úr. Ég skal bara segja ykkur hvað það var: meiri eldur. Sekúnda hér og þar af atriðum sem eru þarna, bara lengri. Lokasenan - já, það var 2+ mínútna sena á eftir þessu þar sm ekkert skeði. Og kreditlistinn - sem sást frekar illa.

Þetta er miklu betra vona. Þetta er enn vont, langt umfram allt sem þið sjáið nokkursstaðar, en þetta er amk skemmtilegur vondleiki.

Lagið heitir "Ósigrandi og þjóðsagnakenndir," kom fyrst út 1943 og er lagið eftir A.Alexandrov og textinn O. Kolichev. Þetta er músík til þess að skjóta nazista við.

Svo hér er myndin: Stalin skipar þér að myrða:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli