Dagur 275 ár 6 (dagur 2467, færzla nr. 971):
Höldum áfram þar sem frá var horfið:
ÞRIÐJI KAFLI
31. grein
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:
Hér stendur ekkert um flokka. Það stendur að þeir þurfi að vera 63. Það stendur ekkert um að þeir þurfi að vera í flokki. Það er seinni tíma tilbúningur til þess að auðvelda spillingu.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Einhver vafamál? Þetta var svolítið ferlegt áður en þessu var breytt 1991, en í þeirri útgáfu voru kjördæmin talin upp. (Já, ég hef lesið þá útgáfu líka.)
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Hér er fyrst minnst á flokka. Reyndar kallaðir samtök... sama, sama. Reyndar stendur þarna að flokkarnir skulu fá þingmenn í samræmi við atkvæðatölu... hvað þá með atkvæðajöfnun milli landshluta? Ég meina, skv þessu er allt í einu orðið andstætt stjórnarskrá að Vestfirðir hafi þyngra vægi en Reykjavík... hmm... brot 4.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Sem þýðir, að ef allir flytja af Vestfjörðum nema Haukur í Reykjavík!, þá skal fækka þingsætum vestfjarða í samræmi við það, og færa annað. Svona svo Haukur í Reykjavík! verði ekki einn valdamesti maður landsins allt í einu. (Seinast þegar ég frétti var hann að dæma erlendu plötu vikunnar á Rás 2.)
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.
Alþingi má breyta stærð og lögun kjördæma.
32. gr. [Alþingi starfar í einni málstofu.
Það þýðir að það er engin efri eða neðri deild, eins og á sumum öðrum þingum - td því breska. (House of Lords, House of Commons.)
33. gr. [Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
Ef þú ert 14 ára Pólverji máttu kki kjósa. Ef þú ert 18 ára Pólverji með Íslenskan ríkisborgararétt og lögheimili á Íslandi, þá máttu það.
34. gr. [Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.]1)
[Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.]
Allir íslendingar, 18 ára og eldri sem ekki eru annað hvort dæmdir glæpamenn (reyndar segir ekkert um hvort menn megi eða megi ekki vera glæpamenn, það stendur bara að menn verði að hafa óflekkað mannorð - sem er, að þeim sé treyst. Þú mátt faktískt vera morðingi, en þá verða kjósendur að vera sáttir við morðið, og það er þá til frægðar... ef þið skiljið.) eða hæstaréttardómarar mega bjóða sig fram til þings.
IV.
35. gr. [Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna ekki áður runnið út eða þing verið rofið.
Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.]
Satt að segja veit ég ekki hvað jafnlengd næsta árs þýðir. Ég er viss um að Ammma veit það - en ég efast um að hún geti útskýrt það. Prófið samt að spyrja.
36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
Búsáhaldabyltingin var brot á stjórnarskrá. (Og fullt af öðrum lögum.) Við skulum þó taka eftir því að blettur féll ekki á mannorð neins sem tók þátt.
37. gr. Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.
Forseti getur látið alþingi koma saman á þingvöllum, langi hann til þess.
38. gr. [Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.]
En ekki Lalli Johns, eða Forsetinn... samt... 25 grein. Það fer þá bara gegnum ráðherra.
39. gr. [Alþingi]1) getur skipað nefndir [alþingismanna]1) til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. [Alþingi]1) getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.
Alþingi má nefnda um mikilvæg mál. Hvort alþingi má stofna nefndir um smávægileg mál er annað. Og hvað er mikilvægt mál? Getur verið að þessi grein sé sveigð vel til hins ýtrasta? Ég held það.
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.
Þetta hefur vafist fyrir mörgum. Hin og þessi smábatterí innan ríkis vilja nefnilega oft bæta við gjöldum. TD til þess að fjármagna bréfaklemmur, hefti, pappír, nú eða partý. Í þeim tilfellum er skatturinn kallaður gjaldtaka, stimpilgjöld, eða hvaða annað orð sem þeir geta fundið upp. Að auki er oft í lögum sett ákvæði um frjálsa álagningu gjalda.
Þetta ákvæði er semsagt sveigt eins og bambus.
Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
Þetta aftur á móti vefst ekki fyrir neinum, né er sveigt. Okkar vandi er til kominn vegna þess að þingið fellur í hagfræði að eilífu.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
Hmm... voru þeir ekki nýlega að endurskoða fjárlög vegna vandræða? Og hvað með gaurinn í nauðgunardýflissunni? Þið vitið, þessi sem Steini J bætti missi téðrar nauðgunardýflissu?
Hmm.... brot! Nr 5.
42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld.
Fram í tímann. Skynsamt. Það er eins gott að verðbólga/hjöðnun verði skv áætlun. Sem er ástæða endurskoðana stundum:
43. gr. [Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.]
Þar höfum við það.
44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.]
Þeir þurfa að segja allt þrisvar. (Aðeins flóknara en það, en við erum að díla við fólk með greindarvísitölu undir 80.)
45. gr. [Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.]
Alþingiskosningar skulu fara fram á 4 ára fresti, nema þing neyðist til að hætta fyrr af einhverju sökum. Alltaf sama dag vikunnar.
46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.
Alþingi ákveður hvort 17 ára pólverjinn okkar er löglega kosinn, og hvort þingmaður sem flutti lögheimili sitt til Istanbúl á kjörtímabilinu sé enn löglegur á þingi.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna …1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.
Þingmenn skuli sverja við stjórnarskrána að þeir ætli að hegða sér.
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Í raun eru þingmenn bundnir við sannfæringu flokks síns að undirlagi margar kjósenda sinna... svo: brot 6.
49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Ef þingmaður er grunaður um að hafa djakkað bíl úti á götu, má ekki bösta hann fyrir það þó bíllinn sem um ræðir hafi fundist í bílskúr hans, með honum inní, fullum. Ef hinsvegar löggan böstar hann á meðan hann er að djakka bílinn úti á götu, þá má höfða mál á hendur honum.
Spurjið bara Árna.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]
Þingmaður má segja hvað sem hann vill um hvaða negra sem er, með prik í hendi eða án, og verður ekki böstaður fyrir nema alþingi segi OK.
50. gr. Nú glatar alþingismaður kjörgengi, og missir hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt honum.
Fluttirðu lögheimili þitt til Istanbúl? Þá máttu ekki lengur að refsilausu finnast fullur heima í bílskúr í bíl sem þú djakkaðir fyrr um daginn. Sorrý.
51. gr. Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.
Ráðherrar eiga ekki atkvæðisrétt.
52. gr. [Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.]1)
Já. Viljiði þetta öðruvísi orðað?
53. gr. [Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.]
Alþingi má ekki samþykkja neitt nema meira en helmingur þingmanna, þ.e. 32 eða fleiri séu viðstaddir.
54. gr. [Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.]
Þingmenn mega heimta upplýsingar frá ráðherrum.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]
Lalli Johns má ekki bera fram málefni á þingi.
56. gr. [Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra.]
Alþingi getur sent ráðherra þau mál sem það nennir ekki að takast á við.
57. gr. Fundir …1) Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
Þingmenn skuli ekki tjá sig með táknmáli, né fela sig i kjallaranum, heldur tala hátt og skýrt. Forseti eða X margir þingmenn geta samt heimtað að áhorfendur verði reknir út. Ekkert stendur um hvort slökkva eigi á myndavélunum, svo mig grunar að þær fái að loga.
58. gr. [Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.]
Lög eru svo sett af þingi. Þingsköp segja svo til um hve marga þarf til að ákveða hitt og þetta smálegt, eins og til dæmi hvort flytja megi mál í þögn eða heyranda hljóði, osfrv.
Framhald.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli