þriðjudagur, október 09, 2012

Dagur 215 ár 8 (dagur 3136, færzla nr. 1142)
    Um mikilvægi þess að nota orð sem réttast:
      Ég þekki nokkra sem finnst gaman að vera saman úti í eyju, bara einir, með hver öðrum, og veiða lunda. Ekki hef ég geð í mér til að vera úti í eyju, svo mér er ekki ljóst hvað fer þar fram, annað en það sem ég skrifaði hér á undan. Bókstaflega, sko.
        En nú er það svo að þessir sömu náungar nota orðin ekki í sömu merkingu og ég.
          "Að vera saman," til dæmis, og "að vera með eh" merkir að vera að eðla sig með eh. Sbr orðasambandið: "hefur þú verið með XYZ?" (Hjá gamalmennunum þýðir að vísu allt kynlíf, svo það er kannski ekkert að marka... en,)
            Og að veiða, það merkir að laða að sér einstakling til að eðla sig með.
              ...
                Hvað í djöflinum eru menn þá að gera úti í þessum eyjum?
                  Er þetta í alvöru gay orgía þar sem menn reyna samtímis að gilja lunda? Really?
                    Maður spyr sig.

                    1 ummæli: