Dagur 232 ár 8 (dagur 3153, færzla nr. 1148)
Hafiði nokkurntíma hlustað á dægurlagatexta? Ég meina, virkilega hlustað, og pælt í því hvað hann þýðir?
Stundum er vit í þeim. Bjartamar til dæmis semur alltaf vitræna texta sem amður getur skilið. Bubbi gerði það einu sinni, hann er orðinn meira vague núorðið.
Það má.
Svo koma fyrirbæri eins og Stjórnin.
Sjitt.
En það er ekki það sem ég ætla að ræða, heldur er það texti á ensku. Sko, ef þú skilur ekki málið aukast líkurnar á að textinn verði alger steypa umtalsvert. Þetta er ekki algilt, margir klúðra textum á sínu eigin ma´li, en það er auðveldara á framandi tungum.
Tökum Mínus sem dæmi. Það er gott dæmi, því svo margt með þeim er á ensku (og ég á plötu með þeim með meðfylgjandi textum):
There are police sirence in my head
that sounds like mad babies crying
When my emotions rain the boss
of the city is the cab driver
running up to my face and in to my arms
wish I could see my own funeral
to regret being dead
shared only some of it
gave away most of it
when I feel this way therefore I am
it doesn't help arguing about it because
that is a lower form of intimacy
wish I could see my own funeral
to regret being dead
(sic)
Best er að hugsa ekki um of um þennan texta þegar maður er á almannafæri, vegna þess að hann r alveg drepfyndinn. Ekki jafn fyndinn og "My name is Cocaine" sem er einn fyndnasti texti sem ég hef heyrt, en samt nóg.
Förum yfir þetta:
Fyrstu tvær línurnar eru bara eitthvað. Gætu þessvegna komið frá Bubba. Svo kemur þetta gullkorn:
"the boss of the city is the cab driver running up to my face and in to my arms."
Snarað á hið ástkæra ylhýra:
"Yfirmaður borgarinnar er leigubílstjórinn hlaupandi upp að andlitinu á mér og í hendurnar á mér."
Það var og. Sjáið þið þetta ekki bara fyrir ykkur? Svona, hallið ykkur aftur, og framkallið í huganum þessa línu. Já.
Og ekki batnar það:
"when I feel this way therefore I am"
Og þegar honum líður einhvernvegin öðruvísi er hann ekki til. En bara á takmörkuðum stað í tíma. Rökfræði!
En:
"it doesn't help arguing about it because that is a lower form of intimacy"
Rökfræði II, the motion picture.
Já, kómísk snilld er víða falin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli