laugardagur, október 20, 2012

Dagur 226 ár 8 (dagur 3147, færzla nr. 1146)
    Þá eru aftur kosningar... eða skoðanakönnun, eins og ríkisstjórnin vill endilega meina að þetta sé.
      Ekki beint lýðræðissinnar þar á bæ.
        Þetta vekur néttúrlega allt margar spurningar, eins og td, hvað er þingræði?
          Google translate segir: "parliamentary." Wiki segir um það: "A parliamentary system is a system of democratic government in which the ministers of the Executive Branch derive their legitimacy from and are accountable to a Legislature or parliament; the Executive and Legislative branches are interconnected."
            Ætli nokkur skilji þetta þannig?
              Okkar kerfi er "authoritarian oligarcy," hefur mér sýnst, og hefur nálgast það enn meir undanfarið.
                Já.
                  Mestmegnis sýndist mér þessar tillögur felast í að nota fleiri orð en gamla stjórnarskráin.
                    Bara af því.
                      Kannski fékk stjórnlagaþingið borgað per orð.
                        Og einhvernvegin hef ég á tilfinningunni að þau skylji ekki fyrirbæri eins og "landráð." Sbr drög að 111. grein.
                          Magnað, alveg.
                            Á að minnast á þjóðkirkju í stjórnarskránni?
                              En ekki hvað?
                                Ef enginn vill hafa þjóðkirkju í henni, verður öllum trúarreglum alfarið kúplað út og ekkert á þær minnst? Kannski. En þó er líklegra að inn verði sett löng langloka um að allir trúflokkar séu jafnir og bla bla bla...
                                  Á að vera "einn maður, eitt athvæði" kerfi hér, eins og sumstaðar annarsstaðar?
                                    Hér felst vandinn í því að ríkið hefur of mikil völd, sem þýðir að það skiftir allt of miklu máli hve margir búa á hverjum og einum stað - mikilvægir smástaðir gætu orðið undir einhverju rugli í Borg Óttans, með slæmum afleiðingum fyrir íbúa út um allt land, þó íbúar Borgar Óttans fatti það aldrei.
                                      Allt í einu er bara enga vinnu að fá, enginn kaupir allt of dýrt latte og allir flytja til Noregs og enginn skilur af hverju...
                                        Já, að mörgu er að hyggja.
                                          Mætið og kjósið. þetta er kannski bara könnun, en það er engin afsökun fyrir að mæta ekki, það er þegar búið að borga fyrir þetta upp úr ykkar vasa.

                                          Engin ummæli:

                                          Skrifa ummæli