Dagur 302:
Það er um veturinn já. Þá var skóli aftur, og þá komst ég í tæri við SVR og fór upp á heiði í gífurlegri rigningu.
Svo tók ég þátt í þessu: keppninni, mér til skemmtuna og yndisauka. Tókst þetta á 27 dögum. 3 undir pari.
Svo voru að sjálfsögðu einver fyllerí á árinu. Veit ekki hvort einhver voru fyrr á árinu, eða einfaldlega í fyrra... en svo helltust þau yfir:
Það var auðvitað árgangsmótið, sem fífl... ég meina Þóranna á að vera með link inná. Þar var sopið smá öl, mest í boði Gylfa Bragasonar, sem var orðinn vel ölvaður er ég hitti hann þar að máli. Kann ég honum ekkert nema þakkir fyrir sopann.
Það er eins og mig mynni að ég hafi stolið smá öli af Þórönnu líka - eða hvort hún gaf mér það til að ég færi í burtu, því hún var busy við að telja peninga sem hún hafði stolið nokkru áður. Held ég. Ég var ölvaður þá.
Næsta dag fór svo næsta fyllerí fram. Ekki var ég í miklu stuði til þess, og leið reyndar verr og verr eftir því sem á leið.
Svo var Októberfest-held ég... Það var, vissulega, en ég er ekki viss um aðröð fyllería sé á hreinu. Allavega, þá fékk ég þar þessa forláta könnu, sem ég á nú til á langó. Eitthvað meira fræddist ég þar um heima og geima en aðra daga innan venjulegs skóladags á að tala við annan menntamann.
Ég ræddi stuttlega við eldri hjón sem voru þarna fyrr um kvöldið. Skilst að þeim hafi litist vel á veizluna.
Svo mætti ég auðvitað á drykkju hjá heimspekinemum. Vaknaði þann daginn klukkan 6:00 um morguninn. Var mjög syfjaður þegar drykkja hófst, og var orðinn úr hófi ölvaður á alltof skömmum tíma fyri vikið.
Daginn eftir átti fólk til að brosa kumpánlega til mín. Ekki man ég lengur hvað ég sagði... sem truflar mig nokkuð.
Og nú... er bálvont veður, og ekki útlit fyrir mikið uppskot.
Gleðilegt ár.
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
föstudagur, desember 31, 2004
fimmtudagur, desember 30, 2004
Dagur 301:
Sumar...
Þá komst ég í vinnu. Sem hafði ofanaf fyrir mér um stund. Nema þegar það var þoka eða misvinda. Flugvélarnar eru of litlar, þær sem fara hér á milli eyja og RKV. Ef þær væru skör stærri, þá færu fleiri með.
Gekk mikið með hundinn. Hundinum finnst gaman að svamla í sjónum, fá sér sopa öðru hvoru, þefa af ... dauðum fuglum og slíku. Því sem fyrirfinnst niðri í fjöru.
Gekk einusinni fram á hrossaskít -sem er afar merkilegt að hestamenn þurfi ekki að týna upp eftir sig, líkt og ætlast er til af hundaeigendum- og hundinum leist eitthvað vel á eina klessuna, svo tíkin tók köggulinn upp, með kjaftinum auðvitað, og rölti með hann smá spöl.
Þessvegna vil ég ekki að hundurinn sé að sleikja mig.
Svo fór ég til baka upp á fasta landið, ekki að það sé neitt fastara en eyjan, það er ekki eins og hætt sé við að Heimaey reki eitthvarty suður á bóginn (þó það væri nú óskandi) það er bara tekið svona til orða.
Svo kom vetur. Komum að honum á morgun.
Sumar...
Þá komst ég í vinnu. Sem hafði ofanaf fyrir mér um stund. Nema þegar það var þoka eða misvinda. Flugvélarnar eru of litlar, þær sem fara hér á milli eyja og RKV. Ef þær væru skör stærri, þá færu fleiri með.
Gekk mikið með hundinn. Hundinum finnst gaman að svamla í sjónum, fá sér sopa öðru hvoru, þefa af ... dauðum fuglum og slíku. Því sem fyrirfinnst niðri í fjöru.
Gekk einusinni fram á hrossaskít -sem er afar merkilegt að hestamenn þurfi ekki að týna upp eftir sig, líkt og ætlast er til af hundaeigendum- og hundinum leist eitthvað vel á eina klessuna, svo tíkin tók köggulinn upp, með kjaftinum auðvitað, og rölti með hann smá spöl.
Þessvegna vil ég ekki að hundurinn sé að sleikja mig.
Svo fór ég til baka upp á fasta landið, ekki að það sé neitt fastara en eyjan, það er ekki eins og hætt sé við að Heimaey reki eitthvarty suður á bóginn (þó það væri nú óskandi) það er bara tekið svona til orða.
Svo kom vetur. Komum að honum á morgun.
miðvikudagur, desember 29, 2004
Dagur 300:
Lát oss sjá...
Árið byrjaði á áramótum. Þá var sopið á hvítvíni og skotið upp rakettum og ýmsu öðru.
Svo kom þrettándinn, og þá var ... skotið upp nokkrum rakettum í viðbót. Þrettándinn var frekar slappur annars.
Svo... ekkert. Í langan tíma.
Ég fór og kíkti á þennan helli þarna fyrr á árinu. Það var mjög gaman. Þá var einmitt frændi minn í heimsókn, kominn alla leið yfir Atlantshafið bara til að skoða þennan eina helli. Þetta var mjög stór hellir, rétt utan við Reykjavík. Eftir það, meira ekkert. Að minnsta kosti ekkert sem ég kæri mig um að muna.
Svo kom sumar. Komum að því á morgun.
Lát oss sjá...
Árið byrjaði á áramótum. Þá var sopið á hvítvíni og skotið upp rakettum og ýmsu öðru.
Svo kom þrettándinn, og þá var ... skotið upp nokkrum rakettum í viðbót. Þrettándinn var frekar slappur annars.
Svo... ekkert. Í langan tíma.
Ég fór og kíkti á þennan helli þarna fyrr á árinu. Það var mjög gaman. Þá var einmitt frændi minn í heimsókn, kominn alla leið yfir Atlantshafið bara til að skoða þennan eina helli. Þetta var mjög stór hellir, rétt utan við Reykjavík. Eftir það, meira ekkert. Að minnsta kosti ekkert sem ég kæri mig um að muna.
Svo kom sumar. Komum að því á morgun.
þriðjudagur, desember 28, 2004
Dagur 299:
Ekkert?
Á ég að trúa því að ekkert hafi gerst á árinu? Hmm... ég man óljóst eftir því að hafa farið ofaní þennan helli, og eitthvað meira... Hvað svo...?
Fyllerí... amk eitt. Eða tvö? Var ekki þarna... dótið þarna, hvað heitir það á árinu?
Ég held það. Eitthvað gerðist. Ryfja það upp seinna. Samt gerðist heldur fátt.
Ekkert?
Á ég að trúa því að ekkert hafi gerst á árinu? Hmm... ég man óljóst eftir því að hafa farið ofaní þennan helli, og eitthvað meira... Hvað svo...?
Fyllerí... amk eitt. Eða tvö? Var ekki þarna... dótið þarna, hvað heitir það á árinu?
Ég held það. Eitthvað gerðist. Ryfja það upp seinna. Samt gerðist heldur fátt.
föstudagur, desember 24, 2004
miðvikudagur, desember 22, 2004
Dagur 293:
Ég er smám saman að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mjög lífvænlegt að lifa á smákökum einum saman.
Það er einfaldlega ekki nóg kók í þeim.
Ég hef borðað fátt annað en smákökur síðan ég kom hingað. Það er svosem ágætt. En mig grunar að ég hafi ekki fengið nóg kók - ekki nema svona lítra eða svo. Hjá ömmu drakk ég minnst einn lítra á dag. En það er aðallega vegna þess að vatnið hjá henni er viðbjóðslegt. Ég fæ í magann af því.
Nú drekk ég aðallega mjólk. Mjólk er góð - með kökum.
Einn af þessum dögum vona ég að það verði kjöt. Alvöru kjöt. Ekki pylsur, bjúgu eða annað gervikjöt búið til úr endurunnum umbúðum. Eða köttum.
Ég er smám saman að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mjög lífvænlegt að lifa á smákökum einum saman.
Það er einfaldlega ekki nóg kók í þeim.
Ég hef borðað fátt annað en smákökur síðan ég kom hingað. Það er svosem ágætt. En mig grunar að ég hafi ekki fengið nóg kók - ekki nema svona lítra eða svo. Hjá ömmu drakk ég minnst einn lítra á dag. En það er aðallega vegna þess að vatnið hjá henni er viðbjóðslegt. Ég fæ í magann af því.
Nú drekk ég aðallega mjólk. Mjólk er góð - með kökum.
Einn af þessum dögum vona ég að það verði kjöt. Alvöru kjöt. Ekki pylsur, bjúgu eða annað gervikjöt búið til úr endurunnum umbúðum. Eða köttum.
sunnudagur, desember 19, 2004
Dagur 290:
Jólaskraut, það er ég viss um að var uppfundið til þess eins að skemma jólin. Já. Þetta er ekkert nema stress og vesen, þetta jólaskraut allt, þessar litlu böggandi perur. allt þetta stóra krapp sem á að fara út í glugga, þetta greni og grenitengdu hlutir.
Kerti... mér er meinilla við kerti, sérstaklega þessi sem lykta. Þau valda mér klígju. Svo er eldhætta af þessum andskota. Ég er ekkert í stuði til að vera hluti af einhverri áramótabrennu. Ég er viss um að þið eruð sama sinnis.
Allt þetta er til þess eins að búa til vesen. Ef ég einhverntíman flyt heiman(sem ég held að foreldrar mínir bíði í ofvæni eftir) þá mun ég ekki skreyta um jólin. Nei. Ég mun sitja kjur og slappa af í jólaleyfinu.
Amen.
Jólaskraut, það er ég viss um að var uppfundið til þess eins að skemma jólin. Já. Þetta er ekkert nema stress og vesen, þetta jólaskraut allt, þessar litlu böggandi perur. allt þetta stóra krapp sem á að fara út í glugga, þetta greni og grenitengdu hlutir.
Kerti... mér er meinilla við kerti, sérstaklega þessi sem lykta. Þau valda mér klígju. Svo er eldhætta af þessum andskota. Ég er ekkert í stuði til að vera hluti af einhverri áramótabrennu. Ég er viss um að þið eruð sama sinnis.
Allt þetta er til þess eins að búa til vesen. Ef ég einhverntíman flyt heiman(sem ég held að foreldrar mínir bíði í ofvæni eftir) þá mun ég ekki skreyta um jólin. Nei. Ég mun sitja kjur og slappa af í jólaleyfinu.
Amen.
fimmtudagur, desember 16, 2004
mánudagur, desember 13, 2004
Dagur: 284:
Það eru að koma jól, og þessvegna hef ég ákveðið að benda ykkur lesendum á tvo athyglisverða pistla um mat. Það er kannski ekki allt mannamatur, en dýrin verða nú að fá sitt líka, það eru nú að koma Jól...
Gæludýramatur?
Það er margt skrýtið í kýrhausnum...
Það eru að koma jól, og þessvegna hef ég ákveðið að benda ykkur lesendum á tvo athyglisverða pistla um mat. Það er kannski ekki allt mannamatur, en dýrin verða nú að fá sitt líka, það eru nú að koma Jól...
Gæludýramatur?
Það er margt skrýtið í kýrhausnum...
laugardagur, desember 11, 2004
miðvikudagur, desember 08, 2004
Dagur 279:
Það styttist í Jól. Sem þýðir að ég fer að þurfa að hugsa mér til hreyfings. Nenni því samt varla. Nenni ekki þessum Jólum alltaf. Meira að segja áramótin dala með tímanum.
Helsti kosturinn við þessi hátíðarhöld öllsömul er maturinn, og að sjálfsögðu nammið.
Það er hangi hitt, hangi þetta, Jólaöl, smákökur; vanilluhringir, loftkökur, piparkökur.
Maður fær vatn í munninn. Þetta er miklu betra en þorrinn - þá er ekkert nema súrmatur. Og pervertískir tendensar valda því að fjölmargir eru æstir í hrútspunga. Uhg... ef eitthvað er ógeðslegt, þá segið bara að það hafi góð áhrif á kynhvötina, og fólk hakkar það í sig af áfergju.
Að vísu fylgir þorranum harðfiskur. Harðfiskur er alltaf góður biti.
Það styttist í Jól. Sem þýðir að ég fer að þurfa að hugsa mér til hreyfings. Nenni því samt varla. Nenni ekki þessum Jólum alltaf. Meira að segja áramótin dala með tímanum.
Helsti kosturinn við þessi hátíðarhöld öllsömul er maturinn, og að sjálfsögðu nammið.
Það er hangi hitt, hangi þetta, Jólaöl, smákökur; vanilluhringir, loftkökur, piparkökur.
Maður fær vatn í munninn. Þetta er miklu betra en þorrinn - þá er ekkert nema súrmatur. Og pervertískir tendensar valda því að fjölmargir eru æstir í hrútspunga. Uhg... ef eitthvað er ógeðslegt, þá segið bara að það hafi góð áhrif á kynhvötina, og fólk hakkar það í sig af áfergju.
Að vísu fylgir þorranum harðfiskur. Harðfiskur er alltaf góður biti.
sunnudagur, desember 05, 2004
Dagur 276:
Nauðsynlegt í Reykjavíkurumferðinni.
Bara lítill pollur...
ódýrari leiðin til að fljúga?
Kannski ekki...
Nauðsynlegt í Reykjavíkurumferðinni.
Bara lítill pollur...
ódýrari leiðin til að fljúga?
Kannski ekki...
laugardagur, desember 04, 2004
Dagur 275:
Kötturinn er kominn aftur. Sá hann ekki mikið í nokkra daga. Áður en hann hvarf, þá sá ég að hann hafði orðið fyrir tjóni. Það var búið að raka af honum hárið á annarri kinninni, og á hárlausa blettinum voru eins og bitför. Kvikindið hefur staðið í áflogum.
Sem sagt, bókhlöðukötturinn er kominn heim úr veikindafríi.
Ef þið farið á google, veljið "images" og skrifið "bonobo", þá kemur þessi mynd. Veit ekki af hverju. Þetta er ekki bonobo, það er ljóst.
Kötturinn er kominn aftur. Sá hann ekki mikið í nokkra daga. Áður en hann hvarf, þá sá ég að hann hafði orðið fyrir tjóni. Það var búið að raka af honum hárið á annarri kinninni, og á hárlausa blettinum voru eins og bitför. Kvikindið hefur staðið í áflogum.
Sem sagt, bókhlöðukötturinn er kominn heim úr veikindafríi.
Ef þið farið á google, veljið "images" og skrifið "bonobo", þá kemur þessi mynd. Veit ekki af hverju. Þetta er ekki bonobo, það er ljóst.
föstudagur, desember 03, 2004
Dagur 274:
Í gær var ég úti að labba í hríðinni. Já. Ég var á röltinu niður skíðasvæði reykvíkinga þegar á brast þessi líka bylur, og allt byrjaði að kaffærast í snjó og öðrum óþverra skyldum.
Þetta varð öllu þolanlegra þegar ég komst inn í Elliðaárdalinn, útaf öllum trjánum. En svo þegar ég fór úr skóginum, þá hafði bylurinn aukist um allan helming, og allt var orðið hvítt.
Fólk átti erfitt með að keyra í hríðinni. Ég sá marga reyna að spóla sér leið upp brekkur. Hægt og rólega. Það eru svo fáir á negldum dekkjum.
Ekki er ég með nein nagladekk.
Í gær var ég úti að labba í hríðinni. Já. Ég var á röltinu niður skíðasvæði reykvíkinga þegar á brast þessi líka bylur, og allt byrjaði að kaffærast í snjó og öðrum óþverra skyldum.
Þetta varð öllu þolanlegra þegar ég komst inn í Elliðaárdalinn, útaf öllum trjánum. En svo þegar ég fór úr skóginum, þá hafði bylurinn aukist um allan helming, og allt var orðið hvítt.
Fólk átti erfitt með að keyra í hríðinni. Ég sá marga reyna að spóla sér leið upp brekkur. Hægt og rólega. Það eru svo fáir á negldum dekkjum.
Ekki er ég með nein nagladekk.
fimmtudagur, desember 02, 2004
Dagur 273:
Djöfuls tölvu-eitthvað er bilað. Í bílnum. Og ég sem hélt að bíllinn væri eldri en svo að í honum væri tölvu eitthvað. Þannig er nefnilega mál að vexti, að bíllinn var framleiddur einhverntímann á fornlífsöld, þegar amma var ung, og það var ekkert nema þríbrotar og svoleiðis djönk syndandi um.
Sjópadda. Mér er líka illa við sjópöddur.
Djöfuls tölvu-eitthvað er bilað. Í bílnum. Og ég sem hélt að bíllinn væri eldri en svo að í honum væri tölvu eitthvað. Þannig er nefnilega mál að vexti, að bíllinn var framleiddur einhverntímann á fornlífsöld, þegar amma var ung, og það var ekkert nema þríbrotar og svoleiðis djönk syndandi um.
Sjópadda. Mér er líka illa við sjópöddur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)