miðvikudagur, desember 08, 2004

Dagur 279:

Það styttist í Jól. Sem þýðir að ég fer að þurfa að hugsa mér til hreyfings. Nenni því samt varla. Nenni ekki þessum Jólum alltaf. Meira að segja áramótin dala með tímanum.

Helsti kosturinn við þessi hátíðarhöld öllsömul er maturinn, og að sjálfsögðu nammið.

Það er hangi hitt, hangi þetta, Jólaöl, smákökur; vanilluhringir, loftkökur, piparkökur.

Maður fær vatn í munninn. Þetta er miklu betra en þorrinn - þá er ekkert nema súrmatur. Og pervertískir tendensar valda því að fjölmargir eru æstir í hrútspunga. Uhg... ef eitthvað er ógeðslegt, þá segið bara að það hafi góð áhrif á kynhvötina, og fólk hakkar það í sig af áfergju.

Að vísu fylgir þorranum harðfiskur. Harðfiskur er alltaf góður biti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli