Dagur 274:
Í gær var ég úti að labba í hríðinni. Já. Ég var á röltinu niður skíðasvæði reykvíkinga þegar á brast þessi líka bylur, og allt byrjaði að kaffærast í snjó og öðrum óþverra skyldum.
Þetta varð öllu þolanlegra þegar ég komst inn í Elliðaárdalinn, útaf öllum trjánum. En svo þegar ég fór úr skóginum, þá hafði bylurinn aukist um allan helming, og allt var orðið hvítt.
Fólk átti erfitt með að keyra í hríðinni. Ég sá marga reyna að spóla sér leið upp brekkur. Hægt og rólega. Það eru svo fáir á negldum dekkjum.
Ekki er ég með nein nagladekk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli