fimmtudagur, desember 30, 2004

Dagur 301:

Sumar...

Þá komst ég í vinnu. Sem hafði ofanaf fyrir mér um stund. Nema þegar það var þoka eða misvinda. Flugvélarnar eru of litlar, þær sem fara hér á milli eyja og RKV. Ef þær væru skör stærri, þá færu fleiri með.

Gekk mikið með hundinn. Hundinum finnst gaman að svamla í sjónum, fá sér sopa öðru hvoru, þefa af ... dauðum fuglum og slíku. Því sem fyrirfinnst niðri í fjöru.

Gekk einusinni fram á hrossaskít -sem er afar merkilegt að hestamenn þurfi ekki að týna upp eftir sig, líkt og ætlast er til af hundaeigendum- og hundinum leist eitthvað vel á eina klessuna, svo tíkin tók köggulinn upp, með kjaftinum auðvitað, og rölti með hann smá spöl.

Þessvegna vil ég ekki að hundurinn sé að sleikja mig.

Svo fór ég til baka upp á fasta landið, ekki að það sé neitt fastara en eyjan, það er ekki eins og hætt sé við að Heimaey reki eitthvarty suður á bóginn (þó það væri nú óskandi) það er bara tekið svona til orða.

Svo kom vetur. Komum að honum á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli