Dagur 293:
Ég er smám saman að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mjög lífvænlegt að lifa á smákökum einum saman.
Það er einfaldlega ekki nóg kók í þeim.
Ég hef borðað fátt annað en smákökur síðan ég kom hingað. Það er svosem ágætt. En mig grunar að ég hafi ekki fengið nóg kók - ekki nema svona lítra eða svo. Hjá ömmu drakk ég minnst einn lítra á dag. En það er aðallega vegna þess að vatnið hjá henni er viðbjóðslegt. Ég fæ í magann af því.
Nú drekk ég aðallega mjólk. Mjólk er góð - með kökum.
Einn af þessum dögum vona ég að það verði kjöt. Alvöru kjöt. Ekki pylsur, bjúgu eða annað gervikjöt búið til úr endurunnum umbúðum. Eða köttum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli