Dagur 302:
Það er um veturinn já. Þá var skóli aftur, og þá komst ég í tæri við SVR og fór upp á heiði í gífurlegri rigningu.
Svo tók ég þátt í þessu: keppninni, mér til skemmtuna og yndisauka. Tókst þetta á 27 dögum. 3 undir pari.
Svo voru að sjálfsögðu einver fyllerí á árinu. Veit ekki hvort einhver voru fyrr á árinu, eða einfaldlega í fyrra... en svo helltust þau yfir:
Það var auðvitað árgangsmótið, sem fífl... ég meina Þóranna á að vera með link inná. Þar var sopið smá öl, mest í boði Gylfa Bragasonar, sem var orðinn vel ölvaður er ég hitti hann þar að máli. Kann ég honum ekkert nema þakkir fyrir sopann.
Það er eins og mig mynni að ég hafi stolið smá öli af Þórönnu líka - eða hvort hún gaf mér það til að ég færi í burtu, því hún var busy við að telja peninga sem hún hafði stolið nokkru áður. Held ég. Ég var ölvaður þá.
Næsta dag fór svo næsta fyllerí fram. Ekki var ég í miklu stuði til þess, og leið reyndar verr og verr eftir því sem á leið.
Svo var Októberfest-held ég... Það var, vissulega, en ég er ekki viss um aðröð fyllería sé á hreinu. Allavega, þá fékk ég þar þessa forláta könnu, sem ég á nú til á langó. Eitthvað meira fræddist ég þar um heima og geima en aðra daga innan venjulegs skóladags á að tala við annan menntamann.
Ég ræddi stuttlega við eldri hjón sem voru þarna fyrr um kvöldið. Skilst að þeim hafi litist vel á veizluna.
Svo mætti ég auðvitað á drykkju hjá heimspekinemum. Vaknaði þann daginn klukkan 6:00 um morguninn. Var mjög syfjaður þegar drykkja hófst, og var orðinn úr hófi ölvaður á alltof skömmum tíma fyri vikið.
Daginn eftir átti fólk til að brosa kumpánlega til mín. Ekki man ég lengur hvað ég sagði... sem truflar mig nokkuð.
Og nú... er bálvont veður, og ekki útlit fyrir mikið uppskot.
Gleðilegt ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli