miðvikudagur, desember 29, 2004

Dagur 300:

Lát oss sjá...

Árið byrjaði á áramótum. Þá var sopið á hvítvíni og skotið upp rakettum og ýmsu öðru.

Svo kom þrettándinn, og þá var ... skotið upp nokkrum rakettum í viðbót. Þrettándinn var frekar slappur annars.

Svo... ekkert. Í langan tíma.

Ég fór og kíkti á þennan helli þarna fyrr á árinu. Það var mjög gaman. Þá var einmitt frændi minn í heimsókn, kominn alla leið yfir Atlantshafið bara til að skoða þennan eina helli. Þetta var mjög stór hellir, rétt utan við Reykjavík. Eftir það, meira ekkert. Að minnsta kosti ekkert sem ég kæri mig um að muna.

Svo kom sumar. Komum að því á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli