Dagur 306:
Það er nú meira veðrið. Í gær lék allt á reiðiskjálfi. Nú er bara vindur, en nógu hvasst fyrir það. Það held ég að ég verði aðeins seinn til RKV úr því það á að vera svona.
Það er á svona dögum, sem gott væri að hafa göng. Þegar kemur að því að ræða um það, er viðkvæðið alltaf: Það eru engir peningar.
Það eru víst til peningar, þeir renna bara ekki í vegakerfið. Ef þeir rynnu þangað, þá værum við með bezta vegakerfi í heim; göng gegnum hvert fjall og undir hvern fjörð, almennileg gatnamót, ekki þessi ljós útum allt.
Hverjum bíl á íslandi er nefnilega ekið yfir 10.000 kílómetra á ári. Miðað við 100.000 bíla, og að meðaltali 10 lítra eyðzlu á hundraðið, gera það hundrað lítra á hverja 100.000 bíla, sem eru 10.000.000 lítrar af eldsneyti, sem kosta 1.000.000.000 krónur. Af því tekur ríkið 80%, sem eru 800.000.000 krónur á ári.
Sem er vanáætlað um örugglega 100%.
Fyrir þennan pening væri hægt að stunda vegagerð þvers og kruss um landið án þess að hafa áhyggjur af því hvað það kostaði.
En peningarnir virðast fara einhvert annað en til okkar sem þurfum þá.
Það tekur varla nema 2-3 ár að safna fyrir göngum. Það sem við þurfum er Árna Johnsen aftur. Hann skilaði afköstum, meir en nokkur annar þingmaður, hvar sem er á landinu. Þessi gæji sem er núna honum er alveg sama um okkur í eyjum. Hann má hverfa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli