Dagur 329:
Ugh... Ég hata háskólapólitíkina. Ég hata vöku. Ég hata röskvu. En, lof mér segja ykkur af hverju:
Fyrst: Pólitík er fyrir þurrkuntur og sósíópata.
En þar fyrir utan: Röskva og vaka eru með NÁKVÆMLEGA SÖMU STEFNUMÁLIN!. Og með það í huga: afhverju allt þetta rifrildi? Það getur ekki annað en skemmt fyrir.
Pólitík er nefnilega eins og fótbolti. Það eru lið, og það er ætlast til að maður haldi með einu liði. Í landspólitíkinni heldur fólk til dæmis með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Svo mætir það á fundi og hrópar húrra.
Og eins og í fótbolta, þá hafa bæði lið sama takmark: að vinna. Málefnin eru aukaatriði. En þau koma næst. Vaka og Röskva eru cirka jafn stór, þannig að hvor sem vinnur, þá verður annar alltaf að taka hinn með í reikninginn.
Sem veldur því að flokkarnir berjast gegn hvor öðrum, gegn EIGIN STEFNUMÁLUM bara vegna þess að hinir eru með þau líka. Svo ef þau álpast til að ná einhverju í gegn, þá gagga þau á hina: In your face! Eins og þau hafi verið að ná einhverju í gegn sem var þeim á móti skapi.
Ég styð engan flokk sem veldur því að ég þarf að borga meira. Allir pólitískir flokkar valda verðlagshækkunum. Ég held ekki með neinum flokki.
Gefið mér bjór, og ég styð ykkur. Ef ekki... ja, angrið mig þegar ég er edrú og ég borða úr ykkur lifrina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli