Dagur 314:
Mér er drulluheitt. En ég er vel klæddur til að forkelast ekki, því það væri slæmt vegna kvefsins sem ég er með.
Þegar maður er með kvef og hálsbólgu eins og ég, er gott að fá sér brenni, en brenni (AKA victory) inniheldur eter, sem er milt verkjastillandi efni. Það stendur amk í innihaldslýsingunni. Annars er brenni ekkert spes sem slíkt. En ég er voða lítið fyrir nammi almennt.
Gott er að fá sér smá súkkulaði öðru hvoru. Fyrir jól nældi ég mér í svona flöskur með vínanda inní. Gott stöff. Einusinni var hægt að fá hringi fulla af koníaki. Þá hef ég ekki séð lengi. Ætli sé búið að banna þá?
Það væri eftir öllu.
Te er líka gott ef maður er með kvef.
Hinsvegar er ekki til nein lækning við kvefi. Þið getið tekið það sem þið viljið, en kvefið fer ekki fyrr en það vill.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli