Dagur 312:
Frétti um daginn að það þarf sér leyfi til að vítamínbæta matvæli. Sem fékk mig til að hugsa:
Það er ekki búið að sækja um leyfi til að vítamínbæta neitt frá General Mills: Cocoa Puffs, Cheerios, Lucky Charmas; Kellogg's: Corn Flakes, Special K.
Er þetta stöff þá ekki ólöglegt?
Bara spyr.
Ég veit að fyrir nokkru tóku danir uppá þeim óskunda að láta fjarlægja næringarefni úr öllum þarlendum bjór. Finniði ekki hvernig þið verðið alltaf aðeins þynnri af Carlsberg en Corona?
Nú er það víst gert við allan evrópskan bjór. Nú er maltöl einskonar bjór. Er þá ekki búið að afnema úr því næringarefni líka?
Þær eru undarlegar þessar reglugerðir. Þeim tekst alltaf að vera uppá kant við alla skynsemi. Bæði innlendum sem og útlendum. Kannski er þetta keppni? Hvaða land er með vannærðustu fitubollurnar.
Gæti verið, gæti verið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli