miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Dagur 335:

Heyri allt of oft þennan frasa í fjölmiðlum: "Þessi orð dæma sig sjálf".

Einmitt. Samhvæmt því þarf ég ekkert að lesa orðin til að sjá hvað mér finnst um þau. Neibb. Þau hafa þegar dæmt sig. Þau hafa nefnilega sjálfstæðan vilja þessi orð.

Sem er auðvitað kjaftæði. Orð dæma sig ekki frekar sjálf en beikon smakkar sig sjálft eða lykt finnur sig sjálfa.

það er sá sem heyrir orðin eða sér þau á prenti sem dæmir þau, á sama hátt og það er sá sem borðar beikonið sem finnur hvernig það smakkast, og sá sem finnur lyktina sem veit hvernig hún er, og ber dóm á hvaða álit sá hinn sami hefir á henni.

Afhverju segir fólk ekki bara "Þetta var illa sagt hjá þér"? Afhverju þarf það að flækja hlutina svona?

Sama fólk hefur tilhneigingu til að nota frasana: "sem betur fer" & "því miður" í sömu setningunni. Sem er alveg jafn óhreinskilin aðferð við að tjá sig.

Notkunin var svona þegar menn byrjuðu á þessu: "Sem betur fer eru ekki allir á sömu skoðun, en því miður eru ekki allir á sömu skoðun og ég."

Þetta fannst mér aldrei hljóma rétt. Reyndar hljómar þetta alveg skuggalega fasískt. Eða eins og nazistarnir voru alltaf að segja: "frelsi er að gera það sem manni er sagt."

Prófið þetta í staðinn: "Mér finnst þetta slæmt."

Betra?

Já, ég veit ég hef rætt um þetta áður. En þetta fer virkilega í taugarnar á mér, mest vegna þess að bölvuð fíflin virðast meina það sem þau segja 100%.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli