fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Dagur 343:

Hitti Þórönnu á förnum vegi áðan, og hún sagði mér hvernig hún stundaði njósnir um fólk í þágu hinnar pólitízku hreyfingar "Vöku". Meðal annars hlerar hún síma og böggar ráðstefnusali þar sem óákveðnir kjósendur hinna ýmsu mögulegu hreyfinga koma saman til að ráða skoðunum sínum. Njósnir ganga svo langt, að fyrir utan að fela sig stundum inni í skáp á heimilum fólks, og stundum undir rúmi, þá innir hún fólk á gangi eftir hvort það setur sykur í kaffið sitt. Í hvaða tilgangi allt þetta er svo gert er óljóst með öllu.

Já. Ti að komast til botns í þessu dularfulla máli ákvað ég að tékka á hvað hin heimsfræga leitarvél Google segði um málið. Svo ég skrifaði inn orðið "vaka", og ýtti á enter. Þá fann ég þessa mynd, sem segir allt sem segja þarf.



Þetta er sem sagt flokksfundur hjá vöku.

Nú, til að gæta fyllstu sanngirni, þá skrifaði ég líka inn orðið "Röskva", og fékk þá út þetta:



Ekki veit ég hvað flokkur háskólanema hefur með eldflaugar að gera, en hvað veit ég? Kannski vilja þeir setja á sporbaug gervitungl, til að fylgjast með okkur? Hver veit?

Og ef ég skrifa "háskólalistinn", kemur þetta:



Dularfull skilaboð...

Alþýðulistinn fannst ekki. Sem ég er viss um að þeir taka sem merki um samsæri. Og það er örugglega rétt hjá þeim líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli