föstudagur, febrúar 11, 2005

Dagur 344:

Í gær fór ég að drekka með pólitísku flokkunum. Á celtic var mér sagt að hefðust við liðsmenn alþýðulistans, eða Y. Svo ég fór þangað. Þar var boðið upp á fyrirlestur um hugmyndir Rawls yfirfærðar á allan heiminn. Gaman gaman.

Næst á dagskrá var röskva, eða... einhver stafur. Man ekki. Þar var boðið uppá ódýran bjór, fríar flögur og ólöglega dánlódaða músík. Hóf stutt spjall við frambjóðendur, einhverja menn sem ég ber engin kennsl á, utan hvað einn var skeggjaður.

Að þeirri skemmtan lokinni var rölt niður á búlluna þarna... við hliðina á prövdu. Það er eins og mig mynni að pravda hafi verið miklu meiri klassastaður. Allavega, þarna hafðist vaka við, og var alveg pakkað. Veit ekki hvort það eru stuðningsmenn vöku, allt saman, en það fer illa saman við niðurstöður kosninganna. Þar hitti ég fólk sem ég kannaðist við, en veit ekki hvað heitir. Þegar hér er komið við sögu fara hlutir að verða þokukenndir, enda ég farinn að verða meira en kenndur.

Að síðustu fór ég ofaní kjallara til að hitta háskólalistann. Ég held þeir hafi bókstafinn H. Þar drakk ég þartil ég ældi.

Það var mikil stemming allstaðar.

Og nú, nú líður mér ömurlega í maganum, úlpan er í þvotti - ekki að ég hafi ælt á hana, það er bara stybban sem settist á hana á öllum þessum krám - og... ekkert og.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli