Dagur 356:
Vesturbærinn lyktaði eins og Þorlákshöfn þegar ég kom hingað áðan. Hvað kemur til? Hafa skólpdælurnar (þessar sem er svo fínt að búa í grennd við) bilað, sem veldur því að allur fiskur í skerjafirðinum hefur dáið, og liggur því rotnandi úm allar jarðir?
Eða er það eitthvað annað? Kannski er þetta tilraun. Já. Sjá hvað hægt er að bjóða Reykvíkingum uppá. Ég get séð það fyrir mér núna:
Einhverjir skuggalegir menn akandi um á stórum trukk spýjandi óþef út í loftið um allan vesturbæinn:
"Ef það er hægt að bjóða þeim þetta, hugsaðu þér þá hvað annað er hægt að bjóða þeim!" segir skuggalegi maður 1 við skuggalega mann 2.
Kannski er þetta lykt af nýju efni sem er verið að þróa til að fæla burt þoku. Ef svo er, þá held ég nú mér lítist betur á þokuna. Nema þeir geti framleitt þokueyði með mentóllykt. Það væri flott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli