Dagur 339:
Þetta er jeppi. Þessi bíll hefur allt sem þarf til að vera jeppi. Millikassa, lágt drif, létta yfirbyggingu. Vegleysur voru fundnar upp fyrir þessa tegund af bíl.
Það er ekki þar með sagt að ekki sé rúm fyrir umbætur: til dæmis mætti þessi bíll alveg við læsingum bæði framan og aftan, léttari og sparneytnari vél -td 2 lítra Suzuki. Sjálfskifting gæti líka hjálpað. Orginallinn eyðir talsverðu, kannski 20 á hundraðið. Svo má örugglega létta grindina.
Þetta er Landcruiser. Þessi bíll er með millikassa, lágu drifi, mjög líklega eru læsingar í þessu ákveðna eintaki. Ég væri hissa ef svo væri ekki.
Samt eru líka í þessum bíl allslags óþarfa hlutir. Til dæmis hljóðeinangrun, rafmagn í hinu og þessu, 200 kíló af extra járni sem bara er þarna en er ekki að gera neitt annað. Sem veldur því, að sama hvaða mótor er í þessu, þetta eyðir alltaf bara 20 á hundraðið, eða meira.
Þetta er það sem Landcruiser er að reyna að vera um leið og það er vissulega jeppi. Þetta er ekki jeppi. Þetta er Cadillac. Þægilegasti bíll í heimi. Allt annað er traktor.
Ekkert óþarfa krapp eins og millikassi eða lágt drif. Bara dót sem gerir lífið þægilegra. Og það besta: eyðir ekkert meiru en Landcruiser, en tekur minna pláss. Svo ég bendi á nokkuð sem ég hef tekið eftir: Breyttu jepparnir taka oft 2 stæði.
En menn koma enn til með að kaupa Landcruiser. Vegna þess að menn eru kindur.
Ert þú kind?
***
No comment.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli