Dagur 209 ár 2 (dagur 574, færzla nr. 315):
Kominn tími til að ryðja út úr sér meiri merkingarlausri þvælu. Eða hvað? Hefur það sem ég segi kannski einhverja hulda merkingu? Hver veit?
Hvað er hægt að gera í dag? Nú, þið getið til dæmis tekið þátt í þessu útboði.
Eða þið getið drukkið sápulög. Eða þið getið horft á sjónvarpið. Samt er mest lítið að hafa þar, svo ég mæli frekar með að þið takið spólu.
En nú er líka hægt að leigja DVD, þó ég kalli það samt að taka spólu, af gömlum vana. Það eru athyglisverðir hlutir. Á þessum diskum er stundum fullt af mis-athyglisverðu aukaefni.
Það er kommentarí með öllu, virðist vera. Til dæmis var kommentarí með Nosferatu. Mér þótti það mjög einkennilegt, sérstaklega í ljósi þess að allir sem unnu við þá kvikmynd eru fyrir löngu dauðir. Samt, miklu betri mynd en ég þorði að vona.
Kommentarí eru oft mjög óviljandi spaugileg. Menn hafa til dæmist einhvernveginn álpast til þess að sjóða saman kvikmynd sem meikar nokkurnveginn sens alveg fyrir slysni, og nota þá tímann til að hrósa hinum og þessum fyrir vel unnin störf. Hljómar kannski eins og óskarsverðlaunaræða, bara lengri.
"Já, maðurinn sem á þessa belju sem sést í þessu atriði þarna... nei bíddu... hvar er beljan? Þarna! Sjáið! Hann var mjög almennilegur og gaf okkur alltaf límonaði á meðan við vorum á túninu hans at filma beljuna... sem þið sjáið bregða fyrir aftur ... þarna. Einmitt."
Já. Það er ekki margt að gera annað um helgar en að glápa á sjónvarpið. Það kemur að því að ég fer að nenna að hreyfa mig aftur. Málið er að ég borða ekki nóg eins og er til að hafa orku til þess, sem er líklega eins gott, veðrið hefur ekki verð það gott.
Jæja, þetta fer að vera orðið gott. Hvað eru þetta annars mörg orð? 378 með myndum. Afhverju nenni ég þessu? Ég þarf að drekka meira. Eða ekki. Ég býst við ég þurfi mest að hætta þessu og fara og gera eitthvað meira uppbyggilegt. Eins og að borða, svo ég geti farið út að labba eða eitthvað. Skoða athyglisverð tré og slíkt.
Já, og hér er ný mynd fyrir ykkur úr því hin er horfin:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli