þriðjudagur, október 25, 2005

Dagur 232 ár 2:

Þegar ég mætti upp í bókhlöðu varð ég var við það að fyrir marga er ein tölva ekki nóg. Sumir finna hjá sér þörf fyrir að nota tvær - eina fyrir hvora hendi.

Mér var hugsað til þess er ég sá einusinni Tori Amos spila í þættinum hans Jay Leno. Hún spilaði á tvö píanó samtímis. Það er hennar trikk. Ef það eru margir sem geta þetta, þá held ég hún verði að finna sér betra trikk. T.d spila á þrjú píanó samtímis.

En svo er ég líka að velta öðru fyrir mér: hvers vegna skildi nokkur þurfa tvær tölvur? Er þetta nokkuð annað en stælar, eða hefur fólk sumt í alvöru náð að koma sér í slík vandræði að virkilega þurfa tvær?

Ég meina, ég nenni varla að nota eina tölvu, hvað þá tvær. Hvað ætti ég að gera við extra tölvuna? Sörfa netið á henni meðan ég spilaði Doom í hinni? Hvað?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli