föstudagur, október 07, 2005

Dagur 214 ár 2 (dagur 579, færzla nr. 317):

Það rignir svolítið.

Jæja. Ég var á leið hingað í hlöðuna þegar einhver kelling nam staðar úti á miðjum vegi. Ég veit ekki af hverju hún gerði það. Hún var ekki nálægt ljósum, hvort sem þau voru rauð eða græn, heldur áhvað hún bara skyndilega að stoppa. Ég vona að trukkur keyri yfir hana. Það á ekki að leyfa svona liði að komast upp með svona vitleysu.

Annars:

1977 módel Ford Fiesta var 755 kíló og með 1100 vél, og eyddi svona 5-6 á hundraðið. það er minna en lítri per 100 kíló, en nálægt. Þessi bíll var með blöndung, eins og flestir bílar fram til 1990 eða svo.

2005 Fiesta er 1137 kíló, með svipaða vél. Hvað eyðir svoleiðis? 5-8 á hundraðið. Það er nánast lítri per 200 kíló. Ef hann væri léttari og minna væri pælt í hvers eðlis útblásturinn er þá gæti hann eytt minna.

Svo er allur þessi rafmagnsbúnaður. Þurfum við hann? Ég held ekki. Ég get lifað af án ABS og rafmagnsstöðugleikabúnaðar og GPS og fjarlæðarskynjara og hvaða drasl meira er eiginlega verið að setja í öll ökutæki nú til dags.

Það er ég viss um að ef allt þetta stöff væri fjarlægt þá yrði bíllinn heilum 100 kílóum léttari.

Ariesinn sem ég átti var ekki með rafknúnum stöðugleikabúnaði, en samt valt hann ekki þó ég tæki vinkilbeygjur á 100 km/h á honum. Það söng svolítið í dekkjunum, en bíllinn tolldi á réttum kili og fór þangað sem ég vildi að hann færi. Sá bíll var 1050 kíló.

Það er enginn bíll lengur svo léttur.

Hvað er svo með innréttingarnar í þessu? Hvað eiga allir þessir stokkar í miðjunni að þýða? Þarf ég í alvörunni að aka með hnéin saman? Af hverju? Hver stendur fyrir þessu?

Í gamla eins tonns Ariesnum var hægt að koma útvarpi fyrir með miðstöðvarstjórntökkunum og öllum þessum loftútblástursopum og tökkum sem þarf til að kveikja og slökkva á hinu og þessu á þess að þurfa að grípa til þess að skella einhverjum meiriháttar fyrirferðamiklum stokki í miðjuna. Er þetta ofviða nútíma hönnuðum, eða eru það bara evrópumenn og Japanar sem kunna ekki að gera þetta?

Og af hverju er Mitsubishi pajero eins og Toyota Hi-Ace í akstri en ekki öfugt? Enginn fólksbíll (Pajero, Landcruiser og jafnvel Patrol er Fólksbílar. Því til stuðnings bendi ég á að þeir eru boðnir með leðursætum og rafdrifnum rúðum) á að vera í akstri eins og einhver sendibíll.

Ég geri mér grein fyrir að Chevy Caprice er eins í akstri og Blazer, eða er það öfugt? Hvorugur sá bíll er neitt líkur International rútu í akstri. Merkilegt, ekki satt?

Ég vil meina að hægt sé að smíða bíl sem er um tonn, en samt nógu stór og rúmgóður til að ég geti setið með hnéin í sundur undir stýri, of fólk í aftursætinu sé ekki að reka hnéin í bakið á mér. Þetta hefur verið gert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli