Dagur 222 ár 2 (dagur 587, færzla nr. 320):
Ég var að glápa á fréttirnar í gær, með öðru auganu... eða var það í fyrradag? Man ekki svo gjörla. En hitt veit ég að það eru komið nýtt orðskrípi inn í pólitíska umræðu: dylgjur.
Nú geta pólitíkusar sagt "hann lýgur þessu" og litið út eins og fávitar í leiðinni. Hvernig? Jú, það er miklu erfiðara að hlusta á setningar eins og "hann er með einhverjar dylgjur um þetta mál" en einfalda kjarnyrta íslensku eins og "hann lýgur því!"
Og þeir eru ekki enn búnir að þvo burt hið einstaklega heimskulega orðasamband: "þessi orð dæma sig nú sjálf".
Förum aðeins yfir aftur hvernig orðasambandið "þessi orð dæma sig sjálf" er heimskulegt:
Orð geta ekki dæmt sig sjálf. Einungis menn geta dæmt orð, dæmt þá hvað þau þýða í hinum ýmsu setningum, til dæmis geta menn dæmt hvað orðið "á" þýðir.
Ef orð væru viti borin fyrirbæri væri brot á þeim í sjálfu sér að nota þau svona eins og við gerum, með því að skella þeim upp á auglýsingar og á fullt af stöðum sem ég er ekkert viss um að skini borði orð myndi vilja vera á.
Hvernig myndi til dæmis orðinu "bakarí" líka að vera sett upp á salerninu? Hvernig ætli orðinu "salerni" annars myndi líða?
Nei, orð eru ekki viti borin, og dæma ekkert, síst af öllu sjálf sig, frekar en osti bragðast hann sjálfur best.
Svo ef einungis menn geta dæmt orð, hvað er þá fólk að meina þegar það segir hluti eins og: "þessi orð dæma sig auðvitað sjálf".
Nú, mín ágiskun er þessi: þegar fólk segir "þessi orð dæma sig sjálf", þá þýðir það að sá sem talaði er ekki hrifinn af þeim orðum sem hafa verið töluð eða skrifuð, en getur ekki fengið sig til þess að segja "mér líkar ekki það sem þessi maður er að segja" því það er of einstaklingsbundið. Einnig hljómar það afar fáviskulega að segja: "allir sjá að þetta er bara bull."
Af hverju vill fólk ekki segja: "þetta er bara bull"? Nú, þá þarf það að rökstyðja það. Segja afhverju því finnst orðin bara bull.
Þetta pakk talar allt dulmál.
Væri ekki heimurinn betri ef menn notuðu orð meira bókstaflega?
Bleika kanínan pissar á Einar Ben. Hallelúja, Amen.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli