Dagur 242 ár 2 (dagur 607, færzla nr. 331):
Í fréttablaðinu um daginn sá ég að þeir voru að reikna hvað það kostaði á ári að reka bíl. Þeir fundu það út að það kostar um 6-700.000 á ári að reka smábíl, td Suzuki Swift eða Toyotu Yariz.
Mér þótti það miklum undrum sæta, því það kostar mig ekki nema lítið brot af þessu að reka minn jeppa. Svo ég skoðaði tölurnar aðeins:
Afskriftir: 173.000.
Það er meira en kostar að reka minn bíl á ári.
Dekk: man ekki en það var meira en 1K. Ég hef enn ekki þurft að kaupa ný dekk. Vírarnir standa ekki enn út.
Hver kaupir annars ný dekk einu sinni á ári? Hvaða fífl hegðar sér svoleiðis?
Tryggingar: 60.000.
ÞAð kostar minna að tryggja minn bíl. Amen!
Afborganir: alveg hrúga. 130-200.000 sennilega.
Ég keypti minn bíl beint, svo það eru engar afborganir. Hah!
Nei, ég borga sko engar 600.000 á ári fyrir bílinn. Og mig grunar sterklega að það væri hægt að reka minn bíl ansi lengi fyrir þann pening.
Ef þetta er það sem fólk er almennt að eyða í bílana sína (sem ég efast þó um, sumar tölurnar eru dularfullar) þá er þetta sama fólk eitthvað bilað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli