Dagur 265 ár 2 (dagur 630, færzla nr. 340):
Er að farast úr svefnleysi. Allt vegna veikinda. Þetta á eftir að verða slæmt, ég veit það.
Fékk hálsbólgu um daginn, reyndi að redda því með tei. Það gerði það eitt að verkum að ég svaf nákvæmlega ekkert þá nóttina, og þegar ég loksins festi svefn vaknaði ég aftur vegna særinda í hálsi.
Svo fór nú hálsbólgan. Hún endist heldur aldrei lengi. Þá gat ég sleppt teinu. Svaf samt ekkert betur. Ég býst við að vera farinn að sjá ofsjónir innan skamms. Það fylgir þessu. Ekki kvefinu, heldur svefnleysinu.
Það að sofa ekkert og drekka lítið veldur þynnku, svo ég reyni að drekka sem mest. Það var til mikið gos. Áður en ég ákvað að drekka það allt. Næst á listanum er kókómjólk.
Og svo verð ég að taka frá eins og einn sólarhring til að sofa, því ég er að farast. Það gengur illa orðið að festa svefn í vinnunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli