Dagur 260 ár 2 (dagur 625, færzla nr. 339):
Ég held að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
Í morgun klukkan 8 vaknaði ég við að síminn var að hringja, sem er mikil plága. Ég náði ekki að svara, enda hálf sofandi, en það ver númer sem ég kannaðist ekki við. Ég tékkaði á því í símaskrá, og komst að því að þetta númer er ekki til.
Hvernig er þá hægt að hringja í mig úr því? Þarf að hringja í það á eftir og komast til botns í þessu.
Svo grunar mig að hotmailið sé eitthvað að bila hjá þeim. Þegar ég renndi augonum yfir ruslpóstinn, í leit að einhverju sem hefði kannski slysast þar inn eins og svo oft gerist, þá fann ég póst sem hafði verið sendur á addressuna "anna@hotmail.com", en eins og gleggri menn vita, þá er það alls ekkert ímeilið hjá mér.
Hvernig endaði það eiginlega í ruslinu hjá mér? Það hefði átt að enda í ruslinu hjá þessari Önnu.
En svona er þetta. Tæknin er geggjuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli