laugardagur, nóvember 19, 2005

Dagur 257 ár 2 (dagur 622, færzla nr. 337):



Það er kominn vetur, vissulega, ég get ekki mælt í mót því, þó það hafi komið tímabundið hlýindaskeið. Þessvegna set ég þessa mynd upp, því hún mynnir okkur á mikilvægi þess að vera með húfu.

Sko, 80% af öllu hitatapi líkamans fer fram upp um höfuðið.

***



Svo bakkaði álfurinn hún Kristín Bassa á bílinn minn. Gat ekki séð hann í friði. Afhverju var hún annars að snúa við þarna? Gat hún ekki bara bakkað út eins og allri aðrir?

Nei, því manneskjan kann ekki að keyra, komin vel yfir miðjan aldur. Kristín systir getur bakkað út, og það þó hún aki miklu breiðari bíl. Það veldur því að hún hefur hingað til bara bakkað á bíla sem voru ekki í minni eigu. Það finnst mér að sjálfsögðu muklu æskilegra.

Hún hefur lofað að láta laga þetta. Hef ekki hugmynd um hvort það gengur svo vel upp. Hvernig er Krsitján annars í lakkviðgerðum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli